Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Rósa Traustadóttir opnar sýningu sína Áhrifavaldur = Shinrin Yoku í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 18. mars kl. 14-16.

    Rósa er að mestu sjálf­mennt­uð í mynd­list en stund­aði nám í Mynd­list­ar­skóla Kópa­vogs um nokk­urt skeið og hef­ur sótt þau nám­skeið sem Vatns­lita­fé­lag Ís­lands hef­ur stað­ið fyr­ir. Rósa heill­að­ist af vatns­lit­um og þeirra ein­staka krafti til að flæða og taka völd­in. Vatns­lita­mynd­ir á sýn­ing­unni eru inn­blásn­ar af nátt­úr­unni í Mos­fells­bæ. Dag­lega geng­ur lista­mað­ur­inn með­fram Var­mánni og við Reykjalund­ar­skóg. Þar upp­lif­ir hún mis­mun­andi flæði eft­ir árs­tíð­um hvað varð­ar gróð­ur, fugla­söng og vatns­flaum í ánni.

    Nafn sýn­ing­ar­inn­ar ber þess merki að mik­ill áhrifa­vald­ur í lífi lista­manns­ins er nátt­úr­an og skóg­ur­inn. Shinrin Yoku er hug­tak á japönsku sem má þýða sem skóg­ar­bað. Ilm­kjarna­ol­í­ur sem unn­ar eru úr ís­lensk­um skóg­um frá Nordic Ang­an eru not­að­ar á sýn­ing­unni til að mynda þenn­an sér­staka ljúfa og heilandi ilm skóg­ar­ins.

    Síð­asti sýn­ing­ar­dag­ur er 15. apríl.

    Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2. Opið er kl. 9-18 alla virka daga og kl. 12-16 á laug­ar­dög­um. Gott hjóla­stóla­að­gengi er að saln­um.

    Öll hjart­an­lega vel­kom­in.