Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
 • Sum­arstörf hjá Mos­fells­bæ 2015

  Mos­fells­bær aug­lýs­ir laus til um­sókn­ar sum­arstörf.

 • Opið hús hjá Skóla­skrif­stofu - Mátt­ur tengsl­anna

  Fimmta og jafn­framt síð­asta opna hús vetr­ar­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 25. mars klukk­an 20 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Að þessu sinni fjall­ar Val­gerð­ur Bald­urs­dótt­ir geð­lækn­ir, um mik­il­vægi ör­uggr­ar tengslamynd­un­ar á fyrstu ævi­ár­un­um og um góð tengsl milli for­eldra og barna all­an upp­vöxt­inn sem grunn að vel­ferð þeirra al­mennt og þar með tal­ið and­legu og lík­am­legu heil­brigði.

 • Út­hlut­un leik­skóla­vist­ar barna fædd 2013 eða fyrr

  Sú nýbreytni var gerð sl. vor að í stað þess að senda út bréf þeg­ar barn fær út­hlut­að leik­skóla­vist, eru upp­lýs­ing­ar sett­ar inn á Íbúagátt um hvar barn fær út­hlut­að.

 • Þátt­taka í ung­linga­verk­efni nor­rænna vina­bæja Mos­fells­bæj­ar 2015

  Aug­lýst er til um­sókn­ar fyr­ir ung­menni í 9. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar að taka þátt í ung­linga­verk­efni nor­rænna vina­bæja Mos­fells­bæj­ar.

 • Góð heim­sókn á Bæj­ar­skrif­stofu

  Fræðslu­svið Mos­fells­bæj­ar fékk góða heim­sókn nú á dög­un­um, frá eldri kenn­ur­um, sem lát­ið hafa af störf­um en flest­ir þess­ara kenn­ara hafa starf­að lengst af í Varmár­skóla og Lága­fells­skóla.

 • Minn­um á Opið hús Skóla­skrif­stofu klukk­an 20

  Kropp­ur­inn er krafta­verk.Kropp­ur­inn er krafta­verk. Að þessu sinni fjall­ar Sigrún Daní­els­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Kropp­ur­inn er krafta­verk um lík­ams­virð­ingu með­al barna. Í fyr­ir­lestr­in­um verð­ur rætt um lík­ams­mynd barna og ung­linga, hvernig fjöl­miðl­ar og önn­ur sam­fé­lags­áreiti hafa áhrif á við­horf barna gagn­vart holdafari sínu og annarra.Hvernig skapa megi um­hverfi sem stuðl­ar að já­kvæðri lík­ams­mynd og virð­ingu fyr­ir fjöl­breyti­leika lík­ams­vaxt­ar.

 • Opn­un út­boðs – Stofn­stíg­ur með­fram Vest­ur­lands­vegi

  Litli­skóg­ur – Brú­ar­land. Þann 14. janú­ar 2014, kl. 14:00, voru opn­uð til­boð í gerð stofn­stígs með­fram Vest­ur­lands­vegi milli Litla­skógs og Brú­ar­lands. Fram kom á opn­un­ar­fundi að villa væri í til­boðs­skrá út­boðs­gagna því kostn­að­ur við mal­bik­un í götu­stæði SL11 er ekki inn í sam­lagn­ing­ar­tölu til­boða.

 • Hálka – sand­ur í Þjón­ustu­stöð

  Laun­hált er nú víða í bæn­um og hætta á hálku­slys­um. Hjá Þjón­ustumið­stöð (áhalda­húsi) bæj­ar­ins, Völu­teig 15 geta íbú­ar feng­ið sand til að bera á plön og stétt­ar við heima­hús. Að­gengi er opið að sandi við Þjón­ustumið­stöð og er bæj­ar­bú­um vel­kom­ið að taka sand sem til þarf.

 • Ný vetr­aráætl­un Strætó bs. tek­ur gildi 5. janú­ar 2014

  Stærstu breyt­ing­arn­ar eru þær að leið 6 hætt­ir akstri í Grafar­holt­ið um kvöld og helg­ar og mun aka all­an dag­inn frá Stað­ar­hverf­inu að Há­holti og til baka.

 • Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi í Leir­vogstungu

  Meg­in­inn­tak til­lög­unn­ar er að tveggja hæða rað- og par­hús á svæði við Voga- og Laxa­tungu breyt­ast í einn­ar hæð­ar hús. At­huga­semda­frest­ur er til 3. fe­brú­ar 2014.

 • Mos­fells­bær trygg­ir hjá TM

  Á dög­un­um var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur um vá­trygg­ing­ar milli Mos­fells­bæj­ar og TM þar sem að­il­ar sam­þykkja að TM mun næstu þrjú árin ann­ast um all­ar vá­trygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykkti í nóv­em­ber að bjóða út vá­trygg­ing­ar bæj­ar­ins og er samn­ing­ur­inn gerð­ur í kjöl­far þess út­boðs þar sem TM var lægst­bjóð­andi.

 • Breytt fyr­ir­komu­lag á brenn­um bæj­ar­ins

  Á gaml­árs­kvöld verð­ur ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog­inn þar sem þrett­ánda­brenn­an er ár­lega. Kveikt verð­ur í brenn­unni kl. 20:30. At­hug­ið að ára­móta­brenn­an verð­ur á sama stað og þrett­ánda­brenn­an.

 • Stór dag­ur hjá FMOS

  Í dag, föstu­dag­inn 20. des­em­ber, fer fyrsta út­skrift­in í nýju hús­næði skól­ans fram.

 • Best að búa í Mos­fells­bæ

  Mos­fells­bær er besta sveit­ar­fé­lag­ið til að búa í að mati íbúa. Þetta kem­ur fram í ár­legri könn­un Capacent þar sem mæld var ánægja með þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Mælt er við­horf íbúa 16 stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins. Síð­ustu ár hef­ur Mos­fells­bær ver­ið of­ar­lega í röð­inni ásamt Garða­bæ, Seltjarn­ar­nesi og fleiri sveit­ar­fé­lög­um en verm­ir nú fyrsta sæt­ið.

 • Að­stoð við jóla­sveina

  Meist­ara­flokk­ur Aft­ur­eld­ing­ar hef­ur tek­ið að sér að að­stoða jóla­svein­ana við út­keyrslu á sér­stök­um pökk­um til þægra barna á að­fanga­dag kl. 11-15. Pakk­arn­ir þurfa að ber­ast frá smiðju jóla­svein­anna í Vall­ar­hús­ið á Þor­láks­messu kl. 16-22 en inn­heimt­ar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa und­ir út­lögð­um kostn­aði.

 • Ör­yggi barn­anna okk­ar!

  Í leik­skól­an­um Hlíð er mik­il áhersla lögð á um­ferð­ar­fræðslu. Þeg­ar far­ið er í göngu­ferð­ir er mik­il­vægt að all­ir fari eft­ir um­ferð­ar­regl­un­um. Lög­regl­an kem­ur ár­lega í heim­sókn og fræð­ir elstu börn­in um um­ferð­ar­regl­urn­ar. Þess vegna eru mörg barn­anna vel að sér í því sem má og ekki má! Þau eru líka flest með­vit­uð um mik­il­vægi ör­ygg­is­bún­að­ar.

 • Kiw­anis­klúbbur­inn Mos­fell styrk­ir Reykja­dal

  Nú á að­vent­unni selja fé­lag­ar í Kiw­anis­klúbbn­um Mos­felli sæl­gæti hér í Mos­fells­bæ til styrkt­ar sum­ar­starfs Styrkt­ar­fé­lags lam­aðra og fatl­aðra í Reykja­dal.

 • Nem­end­ur kenna eldri borg­ur­um á tölv­ur

  Oft er rætt um að brúa þurfi bil­ið á milli kyn­slóða sam­tím­ans.

 • Verð­könn­un á fim­leika­bún­aði

  Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um verð og gæði fim­leika­bún­að­ar fyr­ir gryfj­ur í nýj­um íþrótta­sal við íþróttamið­stöð­ina að Varmá í Mos­fells­bæ. Um er að ræða all­an bún­að í gryfj­urn­ar, svo sem trampólín, svamp, lyfti­bún­að og fleira sam­kvæmt lýs­ingu í gögn­um um verð­könn­un­ina.

 • Nem­end­ur í Mos­fells­bæ bæta sig sam­kvæmt nið­ur­stöðu PISA-könn­un­ar

  Þeg­ar rýnt er í nið­ur­stöð­ur Pisa könn­un­ar sem rædd hef­ur ver­ið mik­ið síð­ustu daga kem­ur í ljós að ár­ang­ur nem­enda í Mos­fells­bæ batn­ar frá síð­ustu mæl­ingu. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um hef­ur gengi Mos­fells­bæj­ar ver­ið jafnt og þétt upp á við frá ár­inu 2006. Nem­end­ur í Mos­fells­bæ standa fram­ar í læsi og stærð­fræðilæsi en að með­al­tali í bæj­um og borg­um á Norð­ur­lönd­um