Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2015
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf.
Opið hús hjá Skólaskrifstofu - Máttur tengslanna
Fimmta og jafnframt síðasta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 25. mars klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni fjallar Valgerður Baldursdóttir geðlæknir, um mikilvægi öruggrar tengslamyndunar á fyrstu æviárunum og um góð tengsl milli foreldra og barna allan uppvöxtinn sem grunn að velferð þeirra almennt og þar með talið andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Úthlutun leikskólavistar barna fædd 2013 eða fyrr
Sú nýbreytni var gerð sl. vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, eru upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað.
Þátttaka í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar 2015
Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar að taka þátt í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Góð heimsókn á Bæjarskrifstofu
Fræðslusvið Mosfellsbæjar fékk góða heimsókn nú á dögunum, frá eldri kennurum, sem látið hafa af störfum en flestir þessara kennara hafa starfað lengst af í Varmárskóla og Lágafellsskóla.
Minnum á Opið hús Skólaskrifstofu klukkan 20
Kroppurinn er kraftaverk.Kroppurinn er kraftaverk. Að þessu sinni fjallar Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk um líkamsvirðingu meðal barna. Í fyrirlestrinum verður rætt um líkamsmynd barna og unglinga, hvernig fjölmiðlar og önnur samfélagsáreiti hafa áhrif á viðhorf barna gagnvart holdafari sínu og annarra.Hvernig skapa megi umhverfi sem stuðlar að jákvæðri líkamsmynd og virðingu fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar.
Opnun útboðs – Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi
Þann 14. janúar 2014, kl. 14:00, voru opnuð tilboð í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi milli Litlaskógs og Brúarlands.
Hálka – sandur í Þjónustustöð
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Hjá Þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) bæjarins, Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf.
Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014
Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu
Megininntak tillögunnar er að tveggja hæða rað- og parhús á svæði við Voga- og Laxatungu breytast í einnar hæðar hús. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2014.
Mosfellsbær tryggir hjá TM
Á dögunum var undirritaður samningur um vátryggingar milli Mosfellsbæjar og TM þar sem aðilar samþykkja að TM mun næstu þrjú árin annast um allar vátryggingar Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í nóvember að bjóða út vátryggingar bæjarins og er samningurinn gerður í kjölfar þess útboðs þar sem TM var lægstbjóðandi.
Breytt fyrirkomulag á brennum bæjarins
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettándabrennan er árlega. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Athugið að áramótabrennan verður á sama stað og þrettándabrennan.
Stór dagur hjá FMOS
Í dag, föstudaginn 20. desember, fer fyrsta útskriftin í nýju húsnæði skólans fram.
Best að búa í Mosfellsbæ 2014
Mosfellsbær er besta sveitarfélagið til að búa í að mati íbúa.
Aðstoð við jólasveina
Meistaraflokkur Aftureldingar hefur tekið að sér að aðstoða jólasveinana við útkeyrslu á sérstökum pökkum til þægra barna á aðfangadag kl. 11-15. Pakkarnir þurfa að berast frá smiðju jólasveinanna í Vallarhúsið á Þorláksmessu kl. 16-22 en innheimtar verða 1.500 kr. pr. hús til að standa undir útlögðum kostnaði.
Öryggi barnanna okkar!
Í leikskólanum Hlíð er mikil áhersla lögð á umferðarfræðslu. Þegar farið er í gönguferðir er mikilvægt að allir fari eftir umferðarreglunum. Lögreglan kemur árlega í heimsókn og fræðir elstu börnin um umferðarreglurnar. Þess vegna eru mörg barnanna vel að sér í því sem má og ekki má! Þau eru líka flest meðvituð um mikilvægi öryggisbúnaðar.
Kiwanisklúbburinn Mosfell styrkir Reykjadal
Nú á aðventunni selja félagar í Kiwanisklúbbnum Mosfelli sælgæti hér í Mosfellsbæ til styrktar sumarstarfs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Nemendur kenna eldri borgurum á tölvur
Oft er rætt um að brúa þurfi bilið á milli kynslóða samtímans.
Verðkönnun á fimleikabúnaði
Mosfellsbær óskar eftir upplýsingum um verð og gæði fimleikabúnaðar fyrir gryfjur í nýjum íþróttasal við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Um er að ræða allan búnað í gryfjurnar, svo sem trampólín, svamp, lyftibúnað og fleira samkvæmt lýsingu í gögnum um verðkönnunina.
Nemendur í Mosfellsbæ bæta sig samkvæmt niðurstöðu PISA-könnunar
Þegar rýnt er í niðurstöður Pisa könnunar sem rædd hefur verið mikið síðustu daga kemur í ljós að árangur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu.