Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. september 2008

Til­lag­an tek­ur til Vest­ur­lands­veg­ar milli Leir­vogs­ár og Köldu­kvísl­ar.

Mos­fells­bæraug­lýs­ir hér með skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að deili­skipu­lagi, sem tek­ur til Vest­ur­lands­veg­ar milli Leir­vogs­ár og Köldu­kvísl­ar og mis­lægra gatna­móta þar sem íbúð­ar­hverfi í Leir­vogstungu og at­hafna­svæði á Tungu­mel­um tengjast veg­in­um á þess­um kafla. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að Vest­ur­lands­veg­ur færist um allt að 50 m á kafla og lækki um allt að 7 m þar sem gatna­mót­in koma. Tengi­veg­ir úr hverf­un­um teng­ist inn á hringtorg, sem verði á brúm yfir þjóð­veg­in­um og teng­ist hon­um með að- og frá­rein­um.

Sam­hliða deili­skipu­lagstil­lög­unni er skv. 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006 aug­lýst til kynn­ing­ar um­hverf­is­skýrsla, sem sett er fram sem hluti af grein­ar­gerð með skipu­lagstil­lög­unni.

Til­lag­an og um­hverf­is­skýrsl­an verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 10. sept­em­ber til og með 22. októ­ber 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athuga­semdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 22. október 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu að deiliskipulagi inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

4. september 2008
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00