Tillagan tekur til Vesturlandsvegar milli Leirvogsár og Köldukvíslar.
Mosfellsbærauglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi, sem tekur til Vesturlandsvegar milli Leirvogsár og Köldukvíslar og mislægra gatnamóta þar sem íbúðarhverfi í Leirvogstungu og athafnasvæði á Tungumelum tengjast veginum á þessum kafla. Tillagan gerir ráð fyrir að Vesturlandsvegur færist um allt að 50 m á kafla og lækki um allt að 7 m þar sem gatnamótin koma. Tengivegir úr hverfunum tengist inn á hringtorg, sem verði á brúm yfir þjóðveginum og tengist honum með að- og fráreinum.
Samhliða deiliskipulagstillögunni er skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýst til kynningar umhverfisskýrsla, sem sett er fram sem hluti af greinargerð með skipulagstillögunni.
Tillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 10. september til og með 22. október 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 22. október 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu að deiliskipulagi innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
4. september 2008
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: