Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. janúar 2008

Skar­hóla­braut – Til­laga að deili­skipu­lagi og um­hverf­is­skýrsla.

(Enduraug­lýs­ing með breytt­um dag­setn­ing­um vegna mistaka í fyrri aug­lýs­ingu)

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að deili­skipu­lagi hluta Skar­hóla­braut­ar norð­an und­ir Úlfars­felli, þ.e. 1,1 km kafla frá hring­torgi við Vest­ur­lands­veg og aust­ur fyr­ir nýtt iðn­að­ar­hverfi í Desjarmýri. Um er að ræða tengi­veg skv. að­al­skipu­lagi. Skipu­lags­svæð­ið er 30 – 40 m breitt belti sem braut­in ligg­ur í. Í meg­in­drátt­um er um að ræða tveggja ak­reina veg, með bið­rein­um fyr­ir vinstri beygj­ur á gatna­mót­um. Með­fram braut­inni að sunn­an­verðu er sýnd­ur aðal-göngu­stíg­ur í legu nú­ver­andi slóða með­fram hita­veituæð.

Sam­hliða deili­skipu­lagstil­lög­unni er skv. 7. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006 aug­lýst til kynn­ing­ar um­hverf­is­skýrsla þar sem fjall­að er um um­hverf­isáhrif vænt­an­legr­ar braut­ar.

Til­lag­an og um­hverf­is­skýrsl­an verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 4. janú­ar 2008 til og með 15. fe­brú­ar 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 15. fe­brú­ar 2008. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu að deili­skipu­lagi inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

27. des­em­ber 2007,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni