Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. febrúar 2007

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 og til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.

Til­lög­urn­ar eru sem hér seg­ir:

Lóð Skála­túns­heim­il­is­ins – Til­laga að deili­skipu­lagi

Skipu­lags­svæð­ið af­mark­ast til aust­urs og suð­urs af göt­unni Skála­hlíð, og til vest­urs og norð­urs af Baugs­hlíð, íbúð­ar­lóð­um við Klapp­ar­hlíð og opnu svæði við Hamra­fell. Til­lag­an fel­ur í sér nýja af­mörk­un Skála­tún­slóð­ar­inn­ar sem minnk­ar úr 8,7 ha í 6 ha. Skv. til­lög­unni er skipu­lagi frest­að á norð­vest­ur­hluta lóð­ar­inn­ar, en á öðr­um hlut­um skipu­lags­svæð­is­ins er gerð grein fyr­ir að­komu­leið­um, göngu­stíg­um, bíla­stæð­um og bygg­ing­ar­reit­um fyr­ir sam­býli, íbúð­ar­hús, dval­ar-/end­ur­hæf­ing­ar­stofn­un og stofn­ana­tengt at­vinnu­hús­næði, alls allt að 14.500 m2 ný­bygg­inga á einni til þrem­ur hæð­um.

Krika­hverfi – Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi

Helstu breyt­ing­ar sem til­lag­an fel­ur í sér eru þess­ar: Skipu­lags­svæð­ið stækk­ar til norð­aust­urs yfir gatna­mót við Hafra­vatns­veg en þar verð­ur gert ráð fyr­ir hring­torgi og und­ir­göng­um. Vegna hring­torgs­ins breyt­ist lega aust­ur­enda Stórakrika og um leið lög­un bygg­ing­ar­reits og lóð­ar nr. 3. Bætt er við lóð fyr­ir bens­ín­stöð (sjálfsaf­greiðslu) milli Stórakrika og Hafra­vatns­veg­ar. Lóð nr. 9 við Sunnukrika minnk­ar að vest­an­verðu. Aðr­ar minni breyt­ing­ar eru skýrð­ar í texta á upp­drætti.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 9. fe­brú­ar til 9. mars 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 23. mars 2007. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

5. fe­brú­ar 2007
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni