Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. október 2008

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að deili­skipu­lagi 6 frí­stunda­lóða í landi Mið­dals, aust­an Selvatns­veg­ar norð­an Selvatns.

Lóð­irn­ar eru frá 4.300 – 38.200 m2 að stærð og hafa fimm þeirra að­komu úr suð­vestri frá Selvatns­vegi en ein hef­ur að­komu að norð­an um vegi út­frá Nesja­valla­vegi. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir því að á hverri lóð megi reisa frí­stunda­hús allt að 100 m2 að stærð auk 10 m2 geymslu­húss inn­an sama bygg­ing­ar­reits.

Til­lögu­upp­drátt­ur með grein­ar­gerð verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 4. nóvember til 16. desember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at­huga­semd­ir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos­fellsbæjar eigi síðar en 16. desember 2008. Hver sá sem ekki gerir at­huga­semd við auglýsta tillögu inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

29. október 2008
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00