Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal (norðan Þingvallavegar), en gildandi skipulag var upphaflega samþykkt 22. júní 2005.
Samkvæmt breytingartillögunni verður landið nýtt undir gróðrarstöð. Markaður er byggingarreitur fyrir gróðurhús og pökkunarstöð, 25.000 m2 að stærð, auk byggingarreita fyrir afgreiðslubyggingu, íbúðarhús, starfsmannahús og aðrar byggingar sem tengjast starfseminni. Á landinu er kvöð um umferð að Minna Mosfelli, og á hluta næst Köldukvísl er hverfisvernd skv. aðalskipulagi.
Tillöguuppdráttur með greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 15. desember 2008 til og með 26. janúar 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 26. janúar 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
9. desember 2008
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Grenibyggð 2
Á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 6. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Grenibyggðar 2, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi – Markholt 13
Grenndarkynning – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, Sveinsstaðir L125058