Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. janúar 2007

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi íbúð­ar­byggð­ar í Leir­vogstungu.

Helstu breyt­ing­ar frá­gild­andi skipu­lagi eru eft­ir­tald­ar: Sett er inn ný lóð fyr­ir sím­stöð skammt norð­an teng­ing­ar við Vest­ur­landsveg og­skipu­lags­svæði stækkað sem því nem­ur, lóð nr. 50 við Kvísl­artungu er stækk­uð til norð­urs um 3 m og gerð­ur bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir skýli yfir nú­ver­andi tað­þró við hest­hús og á lóð­un­um nr. 1 – 10 og nr. 24 við Leir­vogstungu er hús­gerð breytt úr tveggja hæða ein­býl­is­húsi í einn­ar hæð­ar.

Til­lögu­upp­drátt­ur verð­ur til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar,Þver­holti 2, 1. hæð, frá 17. janú­ar 2007 til 14. fe­brú­ar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 28. febrúar 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

10. janúar 2007
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00