Markmið tillögunnar er að gera mögulega stækkun á félagsheimili hestamanna, Harðarbóli. Markaður er byggingarreitur fyrir einnar hæðar stækkun hússins til suðvesturs, 12 x 13 m að stærð. Athugasemdafrestur er til og með 14. júlí.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, síðast breyttu 21.9.2005.
Markmið tillögunnar er að gera mögulega stækkun á félagsheimili hestamanna, Harðarbóli. Í tillögunni er markaður byggingarreitur fyrir einnar hæðar stækkun hússins til suðvesturs, 12 x 13 m að stærð. Jafnframt er félagsheimilinu afmörkuð sérstök lóð.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 14. júlí 2014.
27. maí 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: