Auglýst er laus til umsóknar staða félagsráðgjafa við barnaverndar- og ráðgjafardeild fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Barnaverndar- og ráðgjafardeild er önnur tveggja deilda fjölskyldusviðs samkvæmt nýju skipuriti. Helstu verkefni deildarinnar eru barnaverndarmál, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, forvarnir og fræðsla. Í Mosfellsbæ búa um 9.500 íbúar og eru börn og unglingar fjölmennur aldurshópur.
Auglýst er laus til umsóknar staða félagsráðgjafa við barnaverndar- og ráðgjafardeild fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.
Barnaverndar- og ráðgjafardeild er önnur tveggja deilda fjölskyldusviðs samkvæmt nýju skipuriti. Helstu verkefni deildarinnar eru barnaverndarmál, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, forvarnir og fræðsla. Í Mosfellsbæ búa um 9.500 íbúar og eru börn og unglingar fjölmennur aldurshópur.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Nám í félagsráðgjöf og starfsréttindi í greininni er skilyrði.
- Framhaldsmenntun er kostur.
- Þekking og reynsla af vinnu við barnavernd og félagsþjónustu er skilyrði.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar.
- Góð alhliða tölvukunnátta.
Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2014. Gott væri ef umsækjandi gæti hafið störf í janúar.
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skal send á netfangið mos[hjá]mos.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk B. Filippíudóttir deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafardeildar, netfang bof[hjá]mos.is og sími 525-6700.
Laun eru skv. kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja