Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2014

  Aug­lýst er laus til um­sókn­ar staða fé­lags­ráð­gjafa við barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild er önn­ur tveggja deilda fjöl­skyldu­sviðs sam­kvæmt nýju skipu­riti. Helstu verk­efni deild­ar­inn­ar eru barna­vernd­ar­mál, fé­lags­leg ráð­gjöf, fjár­hags­að­stoð, for­varn­ir og fræðsla. Í Mos­fells­bæ búa um 9.500 íbú­ar og eru börn og ung­ling­ar fjöl­menn­ur ald­urs­hóp­ur.

  Aug­lýst er laus til um­sókn­ar staða fé­lags­ráð­gjafa við barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

  Barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild er önn­ur tveggja deilda fjöl­skyldu­sviðs sam­kvæmt nýju skipu­riti. Helstu verk­efni deild­ar­inn­ar eru barna­vernd­ar­mál, fé­lags­leg ráð­gjöf, fjár­hags­að­stoð, for­varn­ir og fræðsla. Í Mos­fells­bæ búa um 9.500 íbú­ar og eru börn og ung­ling­ar fjöl­menn­ur ald­urs­hóp­ur.

  Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur:

  • Nám í fé­lags­ráð­gjöf og starfs­rétt­indi í grein­inni er skil­yrði.
  • Fram­halds­mennt­un er kost­ur.
  • Þekk­ing og reynsla af vinnu við barna­vernd og fé­lags­þjón­ustu er skil­yrði.
  • Frum­kvæði, metn­að­ur og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Lip­urð í mann­leg­um sam­skipt­um.
  • Hæfni til að til­einka sér nýj­ung­ar.
  • Góð al­hliða tölvu­kunn­átta.

  Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 29. des­em­ber 2014. Gott væri ef um­sækj­andi gæti haf­ið störf í janú­ar.

  Um­sókn ásamt fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréfi með rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið skal send á net­fang­ið mos[hjá]mos.is. Öll­um um­sókn­um verð­ur svar­að.

  Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Berg­lind Ósk B. Fil­ipp­íu­dótt­ir deild­ar­stjóri barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild­ar, net­fang bof[hjá]mos.is og sími 525-6700.

  Laun eru skv. kjara­samn­ingi Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lags Ís­lands og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

  Í sam­ræmi við jafn­rétt­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar eru karl­ar jafnt sem kon­ur hvatt­ir til að sækja um starf­ið.

  Virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja