Enn á ný hefur snjóað talsvert í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun. Mokað er eftir forgangsáætlun og þegar búið er að moka helstu forgangsleiðir þá hefst snjómokstur í íbúagötum. Hægt að skoða forgangssnjómokstursáætlun hér fyrir Mosfellsbæ og fyrir Mosfellsdal.
Enn á ný hefur snjóað talsvert í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun. Mokað er eftir forgangsáætlun og þegar búið er að moka helstu forgangsleiðir þá hefst snjómokstur í íbúagötum. Hægt að skoða forgangssnjómokstursáætlun hér fyrir Mosfellsbæ og fyrir Mosfellsdal.
Hjá Þjónustumiðstöð ( áhaldahúsi ) bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).