Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. desember 2010

    LágafellskirkjaÍ sjötta skipti held­ur Douglas Brotchie Org­eljól í Lága­fells­kirkju. Hann inn­leiddi þessa hefð fyr­ir nokkr­um árum og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tón­leika­hald í sinni nýju heima­byggð.

    LágafellskirkjaÍ sjötta skipti held­ur Douglas Brotchie Org­eljól í Lága­fells­kirkju. Hann inn­leiddi þessa hefð fyr­ir nokkr­um árum og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tón­leika­hald í sinni nýju heima­byggð.Douglas mun flytja nokkra ást­sæla kafla eft­ir Bach sem heyr­ast reglu­lega og tvo sálma­for­leiki sem Bach samdi sem ung­ur mað­ur. Eft­ir því sem best er vit­að er þetta í fyrsta skipti að þessi stykki heyr­ast hér á landi. Hon­um til að­stoð­ar verð­ur Ein­ar Clausen ten­ór­söngv­ari sem kem­ur nú fram í fyrsta skipti á Org­eljól­un­um. Hann mun syngja fræga aríu úr kirkjukan­tötu eft­ir Bach svo og nokk­ur göm­ul lög sem hæfa stað og stund.

    Org­eljól í Lága­fells­kirkju fara fram fimmtu­dags­kvöld­ið 16. des­em­ber kl. 20.
    Að­gang­ur að Org­eljól 2010 eru ókeyp­is.