Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.
Opinn íbúafundur í framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Fmos, þar sem kynntar verður hugmynd að nýju deiliskipulagi verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis á Blikastaðalandi við Korpúlfsstaðarveg.
Á fundinum kynna hönnuðir og ráðgjafar skipulagsins hugmyndir og áform um uppbyggingu. Fulltrúar frá Arkís arkitektum, Landslagi landslagsarkitektum og Verkís verkfræðistofu fara yfir helstu atriði skipulagsins. Í framhaldi verða umræður og spurningar.
Fundarstjóri er skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.
Fundinum verður streymt á YouTube rás Mosfellsbæjar.