- Leiguverð fyrir matjurtagarða er 2.500 kr. fyrir 50 m² garð
- Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is
- Garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 19. maí nk.
Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.
Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi mynd.
Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411-1111, eða í netfangið matjurtagardar@reykjavik.is, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Sumarblómin prýða bæinn
Garðyrkjudeildin vinnur nú hörðum höndum að því að prýða bæinn okkar með sumarblómum.
Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2023
Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2023 verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.
Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar 2022
Fer fram þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:00.