Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, í dag, föstudaginn 18. september klukkan 14:00 – 15:30.
Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í dag, föstudaginn 18. september kl. 14:00 – 15:30.
Yfirskrift dagsins er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
Dagskrá:
- 14:00 – Ávarp formanns fjölskyldunefndar
Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar og bæjarfulltrúi. - 14:05 – Metnaðarfullir feður – Jafnrétti í uppeldi
Hermann Jónsson, einstæður tveggja barna faðir með brennandi áhuga á uppeldis-, skóla- og samfélagsmálum. - 14:35 – Jafnréttisfræðsla í Lágafellsskóla
Ásdís Valsdóttir, kennari í Lágafellsskóla. Ásdís er jafnframt annar tveggja kennara í skólanum sem hlutu Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2014. - 14:45 – Kaffihlé
- 14:55 – Nýttu réttinn þinn til að velja
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Suðvesturkjördæmis og fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ. - 15:30 – Dagskrárlok
Fundarstjóri er Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.
Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Tengt efni
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar - Beint streymi kl. 12:50 í dag
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, 16. september kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 16. september, með beinu streymi á facebook síðu bæjarins kl. 12:50. Þemað í ár er tileinkað trans börnum auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.
Rafrænn jafnréttisdagur Mosfellsbæjar
Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár.