Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2010 verður haldinn í dag, 17. september kl. 13:00 – 15:00 í Hlégarði. Yfirskrift dagsins er „Ungt fólk og jafnrétti.
Hinn árlegi jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 17. september, kl. 13:00 – 15:00 í Hlégarði. Yfirskrift dagsins er „Ungt fólk og jafnrétti” og er dagskráin að mestu leyti borin uppi af unglingum úr félagsmiðstöðinni Ból og nemendum í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
Veitt verður jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2010.
Jafnréttisdagurinn er öllum opinn og hvetjum við alla áhugasama til að mæta.
Dagskráin er svohljóðandi:
- 13:00 – Ávarp bæjarstjóra
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar - 13:10 – Ávarp formanns fjölskyldunefndar
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir - 13:15 – Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2010
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar - 13:30 – Unglingar og jafnrétti
Innlegg frá unglingum í félagsmiðstöðinni Ból - 13:55 – Hlé
- 14:15 – Ungt fólk og jafnrétti
Nemendur í framhaldsskóla Mosfellsbæjar fjalla um jafnréttismál út frá sínu sjónarhorni - 15:00 – Ávarp jafnréttisfulltrúa og dagskrárlok
Sigríður Indriðadóttir
Fundarstjóri verður Sigríður Indriðadóttir, mannauðstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar - Beint streymi kl. 12:50 í dag
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, 16. september kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 16. september, með beinu streymi á facebook síðu bæjarins kl. 12:50. Þemað í ár er tileinkað trans börnum auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.
Rafrænn jafnréttisdagur Mosfellsbæjar
Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár.