Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, 16. september kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag, 16. september kl. 12:50, með rafrænum hætti en boðið verður upp á beint streymi á facebook síðu bæjarins. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.
Við höfum fengið til liðs við okkur úrvals fólk til að fjalla um og segja frá reynslu sinni, hvað þetta málefni varðar, auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.
Þátttakendur um málefni trans barna vegna jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021 eru:
- Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kvikmyndagerðamanneskja, rithöfundur og trans aðgerðasinni
- Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökum 78
- Freyr Kolka Pálsson, trans strákur og nemandi í japönsku í Háskóla Íslands
- María Gunnarsdóttir, móðir trans stúlku og prestur
- Eygerður Helgadóttir, náms- og starfsráðgjafi í Lágafellsskóla
Tengt efni
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 16. september
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 16. september, með beinu streymi á facebook síðu bæjarins kl. 12:50. Þemað í ár er tileinkað trans börnum auk þess sem jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar verður veitt.
Rafrænn jafnréttisdagur Mosfellsbæjar
Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár.
Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 20. september 2018 frá kl. 9:30 – 16:30.