Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrir sveitarfélögin Garðabæ, Kjósarhrepp, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes auglýsir hér með orlofsferðir fyrir árið 2023.
- 25. – 27. ágúst 2023: Nokkrar perlur Vestfjarða
- 10. – 18. september 2023: Glæsileg ferð um Portúgal
- 30. nóvember – 4. desember 2023: Aðventuferð til Berlínar og Dresden
Rétt til að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.
Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á orlofgk.is. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofgk@gmail.com.
Tengt efni
Mosfellsbær og Samtökin '78 skrifa undir samstarfssamning
Mosfellsbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin ’78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitafélagsins sem starfar með börnum og ungmennum í skóla-, tómstunda- og íþróttastarfi.
Ótímabundin verkföll hófust mánudaginn 5. júní 2023
Hilmar Gunnarsson ráðinn verkefnastjóri Hlégarðs
Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.