Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. október 2009

  Í Lága­fells­laug er 25 metra útisund­laug, inni­laug með fær­an­leg­um botni,heit­ir pott­ar, eimbað, sauna og renni-braut­ir. Í inni­laug­inni er kennd­vatns­leik­fimi og ung­barna­sund. Stór íþrótta­sal­ur er í hús­inu sem er vel­nýtt­ur með­an sund­laug­in er opin. Einnig er lík­ams­rækt­ar-stöð­in WorldClass með mjög góða starf­semi í hús­inu.

  Í Lága­fells­laug er 25 metra útisund­laug, inni­laug með fær­an­leg­um botni, heit­ir pott­ar, eimbað, sauna og renni-braut­ir. Í inni­laug­inni er kennd vatns­leik­fimi og ung­barna­sund. Stór íþrótta­sal­ur er í hús­inu sem er vel nýtt­ur með­an sund­laug­in er opin. Einnig er lík­ams­rækt­ar-stöð­in World Class með mjög góða starf­semi í hús­inu.

  Fjöl­breytt heilsu­þjón­usta er í boði í Lága­fells­laug. Níu með­ferð­ar­að­il­ar eru þar starf­andi. Boð­ið er uppá mis­mun­andi nudd en fjór­ir nudd­ar­ar eru starf­andi sem all­ir hafa sína sér­stöðu. Má þar nefna al­mennt nudd, slök­un­ar-, sjúkra- og íþrótt­anudd, spa með­ferð­ir o.fl.

  Ingrid Kar­is, nudd­ari 

  Djúp­vöðv­anudd, slök­un, coconut olíu nudd. Tímap­ant­an­ir í sund­laug­inni í s: 517 6080

  Al­ex­ei Truf­an, nudd­ari

  Íþrótta- og end­ur­hæf­ing­arnudd, hefð­bund­ið nudd, svæða-, hun­angsnudd, að­ferð­ir í bar­áttu við sellu­lit (app­el-sínu­húð), nudd með jurta­pok­um. Pant­an­ir í s: 695 7759.

  Guð­björg Þórð­ar­dótt­ir, fé­lags­ráð­gjafi

  Fé­lags­ráð­gjafi með sál­fé­lags­leg­an stuðn­ing fyr­ir ein­stak­linga, hjón og fjöl­skyld­ur sem hafa lent í sorg, áföll­um, sam­skipta­vanda eða öðru því sem hver og einn vill tak­ast á við og vinna úr. Tímap­ant­an­ir í s: 699 6707

  Guð­rún Ólafs­dótt­ir, hómópati

  Býð­ur upp á heild­ræna með­ferð þar sem lækn­ing­ar­mátt­ur lík­am­ans er virkj­að­ur og kem­ur inn á öll svið er við­kem­ur lík­ama og sál. Hómópatí­an er hluti af nátt­úru­lækn­ing­um sem ýtir und­ir að lík­am­inn lækni sig sjálf­ur. Tímap­ant­an­ir í s: 848 9712.

  Heilsu- og ham­ingju­lind­in

  Lilja Petra, Elli og Ág­ústa

  Verkja­með­ferð­ir, streitu­los­un og dek­ur. Alltaf eitt­hvað nýtt að bæt­ast við hjá okk­ur. Nú er hægt að fá göt í eyr­un og kaupa eyrna­lokka. Ág­ústa Nellý snyrti­fræð­ing­ur býð­ur upp á nám­skeið fyr­ir hópa um húð­um­hirðu og hægt er að panta dek­ur­dag. Elli lauk nám­skeiði í stein­anuddi og bæt­ist það við hið sígílda heit­stein­anudd sem marg­ir hafa próf­að. Lilja fór á nám­skeið í WHEE sem er ein­föld leið til streitu­los­un­ar og nýt­ir hún að­ferð­ina með góð­um ár­angri.

  Gunn­ar Stef­áns­son, nudd­ari.

  Al­mennt heils­unudd. Tímap­ant­an­ir í s: 698 3101

  Lilja Stein­gríms­dótt­ir,

  hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, höf­uð-beina- og spjald­hryggs með­ferð­ar­að­ili og önd­un­ar­kenn­ari.

  Höf­uð­beina- og spjald­hryggs­með­ferð er létt og þægi­leg með­ferð sem leið­rétt­ir skekkj­ur og los­ar um spennu í lík­am­an­um og kem­ur í veg fyr­ir sjúk­dóma af þeirra völd­um. Einnig Yoga-önd­un­ar­tækni –  íhug­un sem kennd er á sex daga nám­skeið­um hjá „Art of li­ving“ á Ís­landi. Tímap­ant­an­ir í s: 692 8302.

   

  Frétt birt­ist fyrst í Mos­fell­ingi 23.októ­ber