Í Lágafellslaug er 25 metra útisundlaug, innilaug með færanlegum botni,heitir pottar, eimbað, sauna og renni-brautir. Í innilauginni er kenndvatnsleikfimi og ungbarnasund. Stór íþróttasalur er í húsinu sem er velnýttur meðan sundlaugin er opin. Einnig er líkamsræktar-stöðin WorldClass með mjög góða starfsemi í húsinu.
Í Lágafellslaug er 25 metra útisundlaug, innilaug með færanlegum botni, heitir pottar, eimbað, sauna og renni-brautir. Í innilauginni er kennd vatnsleikfimi og ungbarnasund. Stór íþróttasalur er í húsinu sem er vel nýttur meðan sundlaugin er opin. Einnig er líkamsræktar-stöðin World Class með mjög góða starfsemi í húsinu.
Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug. Níu meðferðaraðilar eru þar starfandi. Boðið er uppá mismunandi nudd en fjórir nuddarar eru starfandi sem allir hafa sína sérstöðu. Má þar nefna almennt nudd, slökunar-, sjúkra- og íþróttanudd, spa meðferðir o.fl.
Ingrid Karis, nuddari
Djúpvöðvanudd, slökun, coconut olíu nudd. Tímapantanir í sundlauginni í s: 517 6080
Alexei Trufan, nuddari
Íþrótta- og endurhæfingarnudd, hefðbundið nudd, svæða-, hunangsnudd, aðferðir í baráttu við sellulit (appel-sínuhúð), nudd með jurtapokum. Pantanir í s: 695 7759.
Guðbjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi með sálfélagslegan stuðning fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur sem hafa lent í sorg, áföllum, samskiptavanda eða öðru því sem hver og einn vill takast á við og vinna úr. Tímapantanir í s: 699 6707
Guðrún Ólafsdóttir, hómópati
Býður upp á heildræna meðferð þar sem lækningarmáttur líkamans er virkjaður og kemur inn á öll svið er viðkemur líkama og sál. Hómópatían er hluti af náttúrulækningum sem ýtir undir að líkaminn lækni sig sjálfur. Tímapantanir í s: 848 9712.
Heilsu- og hamingjulindin
Lilja Petra, Elli og Ágústa
Verkjameðferðir, streitulosun og dekur. Alltaf eitthvað nýtt að bætast við hjá okkur. Nú er hægt að fá göt í eyrun og kaupa eyrnalokka. Ágústa Nellý snyrtifræðingur býður upp á námskeið fyrir hópa um húðumhirðu og hægt er að panta dekurdag. Elli lauk námskeiði í steinanuddi og bætist það við hið sígílda heitsteinanudd sem margir hafa prófað. Lilja fór á námskeið í WHEE sem er einföld leið til streitulosunar og nýtir hún aðferðina með góðum árangri.
Gunnar Stefánsson, nuddari.
Almennt heilsunudd. Tímapantanir í s: 698 3101
Lilja Steingrímsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, höfuð-beina- og spjaldhryggs meðferðaraðili og öndunarkennari.
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er létt og þægileg meðferð sem leiðréttir skekkjur og losar um spennu í líkamanum og kemur í veg fyrir sjúkdóma af þeirra völdum. Einnig Yoga-öndunartækni – íhugun sem kennd er á sex daga námskeiðum hjá „Art of living“ á Íslandi. Tímapantanir í s: 692 8302.
Frétt birtist fyrst í Mosfellingi 23.október