Tillaga að deiliskipulagi Dallands sunnan Nesjavallavegar, og tillaga að stækkun lóðarinnar Háholts 7 og frekari byggingum fyrir hótel.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalland sunnan Nesjavallavegar og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Háholt 7 í Mosfellsbæ.
Dalland
Skipulagssvæðið er 86,5 ha og nær frá Nesjavallavegi og gamla Hafravatnsvegi í norðri að frístundalóðum við Selvatn í suðri. U.þ.b. 2/3 svæðisins (suðurhlutinn) er á fjarsvæði vatnsverndar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreitum fyrir íbúðarhús með vinnuaðstöðu o.fl., hesthús, reiðskemmu/tamningastöð og íbúðarhús ráðsmanns. Innan skipulagssvæðisins eru einnig tvær lóðir með byggingarreitum fyrir frístundahús. Um svæðið liggur raflína (Sogslína 3) og vegur og reiðstígur að Selvatni.
Háholt 7 (Áslákur)
Um er að ræða breytingar á deiliskipulagi sem samþykkt var 2003. Breytingarnar felast í því að lóðin stækkar úr 5.600 í 8.500 m2, núverandi bygging fyrir hótel hækkar um eina hæð og að austan hennar komi bygging fyrir stækkun hótels, 2 hæðir og ris með kjallara undir, sem verði að hluta bílageymsla og að hluta salarkynni hótels. Hámarksnýtingarhlutfall verði 0,6.
Tillöguuppdrættir með greinargerðum og skipulagsskilmálum verðar til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 19. október 2007 til 30. nóvember 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 30. nóvember 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
12. október 2007
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: