Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. október 2007

Til­laga að deili­skipu­lagi Dal­lands sunn­an Nesja­valla­veg­ar, og til­laga að stækk­un lóð­ar­inn­ar Há­holts 7 og frek­ari bygg­ing­um fyr­ir hót­el.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir Dal­land sunn­an Nesja­valla­veg­ar og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­ina Há­holt 7 í Mos­fells­bæ.

Dal­land

Skipu­lags­svæð­ið er 86,5 ha og nær frá Nesja­valla­vegi og gamla Hafra­vatns­vegi í norðri að frí­stunda­lóð­um við Selvatn í suðri. U.þ.b. 2/3 svæð­is­ins (suð­ur­hlut­inn) er á fjar­svæði vatns­vernd­ar. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir bygg­ing­ar­reit­um fyr­ir íbúð­ar­hús með vinnu­að­stöðu o.fl., hest­hús, reið­skemmu/tamn­inga­stöð og íbúð­ar­hús ráðs­manns. Inn­an skipu­lags­svæð­is­ins eru einnig tvær lóð­ir með bygg­ing­ar­reit­um fyr­ir frí­stunda­hús. Um svæð­ið ligg­ur raflína (Sogs­lína 3) og veg­ur og reiðstíg­ur að Selvatni.

Há­holt 7 (Áslák­ur)

Um er að ræða breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi sem sam­þykkt var 2003. Breyt­ing­arn­ar fel­ast í því að lóð­in stækk­ar úr 5.600 í 8.500 m2, nú­ver­andi bygg­ing fyr­ir hót­el hækk­ar um eina hæð og að aust­an henn­ar komi bygg­ing fyr­ir stækk­un hót­els, 2 hæð­ir og ris með kjall­ara und­ir, sem verði að hluta bíla­geymsla og að hluta sal­arkynni hót­els. Há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall verði 0,6.

Til­lögu­upp­drætt­ir með grein­ar­gerð­um og skipu­lags­skil­mál­um verð­ar til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 19. októ­ber 2007 til 30. nóv­em­ber 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér til­lög­urn­ar og gert við þær at­huga­semdir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og hafa borist skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 30. nóv­em­ber 2007. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

12. októ­ber 2007
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni