Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn íListasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21.nóvember kl. 12-16. Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfsFélagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ.
Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn í Listasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21. nóvember kl. 12-16. Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfs Félags eldri borgara í Mosfellsbæ. Á sýningunni verður fallegt handverk til sölu og mun stór hluti inkominna tekna renna til bágstaddra. Einnig verður sýning á tréútskurði, bókbandi og ýmsu fleiru. Vorboðar, kór eldri borgara syngur. Allir velkomnir. Tilvalið tækifæri til þess að versla jólagjafir á góðu verði – í þágu góðs málstaðar.