Loksins verður hægt að halda brennur í Mosfellsbæ eftir samkomutakmarkanir síðustu ára.
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureldingar en kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Þrettándabrennan fer fram á sama stað föstudaginn 6. janúar 2023. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla, Leppalúði og fleiri verða á svæðinu. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni og björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Tengt efni
Fjöldi hugmynda á opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál
Um 50 manns tóku þátt í opnum fundi um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag, 16. maí.
Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál
Við minnum á opinn fund um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ þriðjudaginn 16. maí kl. 17:00 í Fmos.
Við viljum heyra frá þér! Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál í Mosfellsbæ
Opinn fundur um atvinnu- og nýsköpunarmál verður haldinn 16. maí í FMos með íbúum Mosfellsbæjar, fulltrúum úr atvinnulífinu og öðrum hagsmunaaðilum.