Mosfellsbærauglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi Álafosskvosar, síðast breyttu 16. janúar 2008.
Tillagan felur m.a. í sér að gatnatenging við Helgafellsveg færist austar, mörk skipulagssvæðis breytast, lóðarmörk eru skilgreind upp á nýtt og nýting bygginga er endurskoðuð. Jafnframt eru götur, torg og gönguleiðir leiðrétt samkvæmt nýjustu upplýsingum og aðlöguð að nýjum lóðamörkum. Almenn bílastæði eru endurskoðuð.
Tillögu uppdráttur með greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 19. febrúar 2009 til og með 2. apríl 2009, svo að þau sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 2. apríl 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. febrúar 2009,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: