Í Mosfellskirkju í kvöld, fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstakur tónlistarviðburður í menningarlífi Mosfellsbæjar í tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran, en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og radda. Margir Mosfellingar og gestir hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim af þessu tilefni, enda eru tónleikar í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla.
Í Mosfellskirkju í kvöld, fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstakur tónlistarviðburður í menningarlífi Mosfellsbæjar í tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran, en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og radda.
Margir Mosfellingar og gestir hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim af þessu tilefni, enda eru tónleikar í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla.
Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett.
Hljóðfæraleikarar eru Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson sem leika á klarínettur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson sem leika á horn og á fagott leika Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason.
Miðasala fer fram við inngang.
Aðganseyrir 3.000 krónur.