Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2009

Meg­in­breyt­ing­in felst í stækk­un skipu­lags­svæð­is­ins til­aust­urs og fjölg­un lóða. Einnig er reið­leið færð vest­ur fyr­ir Tungu­vegog ýms­ar smærri breyt­ing­ar gerð­ar á lóð­ar­mörk­um, hús­gerð­um ogskil­mál­um.

 

Leir­vogstunga

Til­lög­ur að breyt­ing­um á aðal- og deili­skipu­lagi

 

 

Ath: Um er að ræða leið­rétt­ingu á aug­lýs­ingu um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi, sem birt­ist þann 5. janú­ar 2009 og fell­ur sú aug­lýs­ing þar með úr gildi.

 

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér­með skv. 2. mgr. 21. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að óveru­legri breyt­ingu á að­al­skipu­lagi, sem felst í því að suð­ur­hluti íbúð­ar­svæð­is í Leir­vogstungu stækk­ar til aust­urs og reið­leið fær­ist vest­ur fyr­ir tengi­veg vest­an hverf­is­ins.

Sam­hliða of­an­greindri til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi er einnig aug­lýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga til­laga að breyt­ing­um á gild­andi deili­skipu­lagi Leir­vogstungu, síð­ast breyttu 28. mars 2007. Meg­in­breyt­ing­ar á deili­skipu­lag­inu skv. til­lög­unni fel­ast í stækk­un skipu­lags­svæð­is­ins til aust­urs og fjölg­un lóða, breyttri veg­teng­ingu hverf­is­ins við Vest­ur­lands­veg, af­mörk­un tveggja nýrra lóða fyr­ir at­vinnu­starf­semi, færslu reið­leið­ar vest­ur fyr­ir tengi­veg vest­an hverf­is­ins (Tungu­veg) og breyt­ing­um á legu hans, auk ým­issa smærri breyt­inga á lóð­ar­mörkum, hús­gerð­um og skil­mál­um fyr­ir ein­stak­ar lóð­ir.

Frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við of­an­greinda til­lögu að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi er til og með 30. janú­ar 2009, en frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi er til og með 20. fe­brú­ar 2009.

 

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og send­ast skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fellsbæjar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an til­greinds frests telst vera henni sam­þykk­ur.

5. janú­ar 2009,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

 

Tengt efni