Endurskoðun deiliskipulags hestaíþrótta- og hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, deiliskipulag fyrir þriggja íbúða raðhús að Reykjavegi 62 og breytingar á deiliskipulagi Gerplustrætis 7-11. Athugasemdafrestur til 24. nóvember 2015.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaganr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum/endurskoðun á deiliskipulagi:
Hestaíþróttasvæðiá Varmárbökkum
Um er að ræða tillögu að endurskoðundeiliskipulags á svæðinu, sem er frá ýmsum tímum á árabilinu 1981-2000.Deiliskipulagið er sett fram sem ein heild en með nokkrum viðbótum, uppfærslumog breytingum á skilmálum, s.s. varðandi viðbyggingar við hesthús,stækkunarmöguleika reiðhallar og félagsheimilis, nýjar reiðleiðir austan ogvestan hesthúsa og stækkun bílastæða og kerrustæðis sunnan reiðhallar. Ekki erum að ræða fjölgun hesthúsa.
Hestaíþróttasvæði tillöguuppdráttur – skýringaruppdráttur – greinargerð
Gerplustræti 7-11, miðhverfi Helgafellshverfis
Tillagan er um fjölgun íbúða úr 22 í 25, og tilslökuná kröfum um bílastæði þannig að fyrir hverja íbúð 70 m2 og minni(var 60 m2) skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öll vera ofanjarðar.Sýndir eru byggingarreitir fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgun bílastæðaofanjarðar innan lóðar.
Gerplustræti 7-11 tillöguuppdráttur
Einnig er auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga tillagaað nýju deiliskipulagi:
Lóð við Reykjaveg fyrir raðhús.
Tillaga um að óbyggður skiki með landnúmeri 123781úr landi Sólvalla vestan/sunnan Reykjavegar verði að þrískiptri lóð fyrirþriggja íbúða, einnar hæðar raðhús sem verði nr. 62A-C við Reykjaveg. Gerður erbyggingarreitur 10 m frá lóðarmörkum að götu, hámarksstærð íbúða sett 170 m2og hámarksmænishæð sett 5,5 m.
Reykjavegur 62 tillöguuppdráttur
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveriMosfellsbæjar Þverholti 2, frá 13. október 2015 til og með 24. nóvember 2015,svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnareru einnig birtar hér á heimasíðunni (sjá ofar)
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal sendaþær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigisíðar en 24. nóvember 2015.
8. október 2015,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg í Mosfellsbæ og Kópavogi samþykkt
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 11. maí 2023 og bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 13. júní 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg.
Grenndarkynning vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundahúsalóða, Óskotsvegur 12 og 14 (L125531 og L204619)
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Óskotsvegar 12 og 14.
Frumdrög nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.