Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júlí 2016

Hest­hús á landi nr. 123703 skv. til­lög­unni er af­mörk­uð lóð um 1 ha að stærð, og bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir hest­hús/að­stöðu­hús á reit norð­an Köldu­kvísl­ar aust­an Tungu­mela, sem merkt­ur er 233-Oh á að­al­skipu­lagi og er ætl­að­ur fyr­ir hest­húsa­byggð. Ali­fugla­bú að Suð­ur-Reykj­um, deili­skipu­lag reits 320-L á að­al­skipu­lagi, sem af­mark­ast af Reykja­vegi og Bjargsvegi og nær rétt aust­ur fyr­ir Varmá, sam­tals um 2 ha. Reit­ur­inn er ætl­að­ur fyr­ir„land­bún­að­ar­starf­semi, ali­fugla­rækt“

Tvær til­lög­ur að deili­skipu­lagi :

Hest­hús á landi nr. 123703
Ali­fugla­bú Suð­ur Reykj­um

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 2 til­lög­ur að deili­skipu­lagi og um­hverf­is­skýrslu skv. lög­um nr. 105/2006 :

Hest­hús á landi nr. 123703
Skv. til­lög­unni er af­mörk­uð lóð um 1 ha að stærð, og bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir hest­hús/að­stöðu­hús á reit norð­an Köldu­kvísl­ar aust­an Tungu­mela, sem merkt­ur er 233-Oh á að­al­skipu­lagi og er ætl­að­ur fyr­ir hest­húsa­byggð. Jafn­framt er sýnd­ur að­komu­veg­ur að lóð­inni frá Tungu­mel­um.

Ali­fugla­bú að Suð­ur-Reykj­um
Deili­skipu­lag reits 320-L á að­al­skipu­lagi, sem af­mark­ast af Reykja­vegi og Bjargsvegi og nær rétt aust­ur fyr­ir Varmá, sam­tals um 2 ha. Reit­ur­inn er ætl­að­ur fyr­ir„land­bún­að­ar­starf­semi, ali­fugla­rækt“ og er nú rek­ið þar stofn­rækt­ar­bú með um 9 þús. fugl­um. Syðst á reitn­um er lóð íbúð­ar­húss. Til­laga að deili­skipu­lagi skil­grein­ir bygg­ing­ar­reiti fyr­ir frek­ari bygg­ing­ar bús­ins og nýja að­komu frá Reykja­vegi. Til­lög­unni fylg­ir um­hverf­is­skýrsla skv. lög­um nr. 105/2006. Um er að ræða enduraug­lýs­ingu til­lögu sem var áður aug­lýst 23. mars 2016, en þá án um­hverf­is­skýrslu.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 8. júlí 2016 til og með 19. ág­úst 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lög­urn­ar eru einnig birt­ar hér á heima­síð­unni:

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells-bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða með tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs, eigi síð­ar en 19. ág­úst 2016.

8. júlí 2016,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

 

Tengt efni