Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þeg­ar mann­virki er tek­ið í notk­un áður en því er að fullu lok­ið skal óska eft­ir ör­ygg­is­út­tekt. Ör­ygg­is­út­tekt snýst um að gera út­tekt á ör­yggi hús­næð­is­ins í sam­ræmi við ákvæði skoð­un­ar­hand­bók­ar og skoð­un­arlista varð­andi eld­varn­ir og holl­ustu­hætti.

Óheim­ilt er að flytja inn í mann­virki eða taka það í notk­un nema ör­ygg­is­út­tekt hafi far­ið fram og leyf­is­veit­andi bygg­ing­ar­leyf­is hafi gef­ið út vott­orð um ör­ygg­is­út­tekt.

Eig­andi mann­virk­is­ins, eða bygg­ing­ar­stjóri fyr­ir hönd eig­anda, skal óska eft­ir ör­ygg­is­út­tekt áður en það er tek­ið í notk­un. Hafi bygg­ing­ar­stjóri van­rækt að óska eft­ir ör­ygg­is­út­tekt áður en mann­virki er tek­ið í notk­un skal leyf­is­veit­andi boða til slíkr­ar út­tekt­ar þeg­ar hon­um er kunn­ugt um að notk­un sé haf­in. Skal leyf­is­veit­andi til­kynna van­ræksl­una til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar og get­ur slík van­ræksla leitt til áminn­ing­ar eða í versta falli leitt til svipt­ing­ar starfs­leyf­is eða lög­gild­ing­ar eft­ir því sem við á.

Upp­lýs­ing­ar um hvaða gögn þurfi að fylgja með beiðni um ör­ygg­is­út­tekt má finna í grein 3.8.2 í bygg­ing­ar­reglu­gerð.

Loka­út­tekt á mann­virki skal fara fram eigi síð­ar en þrem­ur árum eft­ir að ör­ygg­is­út­tekt hef­ur far­ið fram. Heim­ilt er að ör­ygg­is- og loka­út­tekt fari fram sam­tím­is.