Fara þarf inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Þegar búið er að skrá sig inn á að smella á flipann Umsóknir.
Smelltu á hlekkinn: 13 Byggingarmál – Iðnmeistari
Veldu umsóknina: Iðnmeistari – tilkynnir samþykki sitt fyrir ráðningu á verk
Fylltu umsóknina út.
Athugið að undir Húseign/lóð þarf að velja rétt verk með því að smella á örina lengst til hægri og velja verkið úr fellilistanum.
Haka við: Staðfesti að allar veittar upplýsingar eru réttar.
Smella á hnappinn: Senda umsókn
Þá fer skjalið inn í skjalakerfi Mosfellsbæjar þar sem það er vistað á réttum stað. Við það uppfærist skráning iðnmeistarans bæði í kerfum Mosfellsbæjar og hjá byggingarstjóra.