Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Skipt­ist í tvo meg­in­þætti.

Sam­þykkt bygg­ingaráforma

Öll bygg­ing­ar­mál byrja þannig að um­sækj­andi ósk­ar eft­ir bygg­ing­ar­heim­ild / bygg­ing­ar­leyfi með því að sækja um í gegn­um ra­f­ræna þjón­ustugátt embætt­is­ins.

Mik­il­vægt er að sam­þykki allra eig­enda bygg­ing­ar­lóð­ar­inn­ar liggi fyr­ir eða séu skráð­ir um­sækj­end­ur um bygg­ing­ar­leyf­ið / bygg­ing­ar­heim­ild­ina.

Með um­sókn­inni þurfa að fylgja eft­ir­far­andi gögn:

  • Til­kynn­ing um hönn­un­ar­stjóra mann­virk­is­ins ásamt stað­fest­ingu hans á verk­ið í gegn­um þjón­ustugátt. (Á að­eins við um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi).
  • Full­unn­ir að­al­upp­drætt­ir sem gerð­ir eru af lög­gild­um hönn­uði, s.s. arki­tekt, bygg­inga­fræð­ingi, tækni­fræð­ingi eða verk­fræð­ingi.
  • Út­fyllt­ur gátlisti eða önn­ur stað­fest­ing hönnuð­ar á eig­in yf­ir­ferð að­al­upp­drátta.
  • Skrán­ing­ar­tafla á að­al­upp­drætti og á ra­f­rænu formi (excel).

Ef um­sókn og fylgigögn eru full­nægj­andi fara starfs­menn bygg­ing­ar­full­trúa yfir þau, nið­ur­staða yf­ir­ferð­ar er send verk­kaupa og hönn­uði. Ef ekki er í gildi deili­skipu­lag á lóð vís­ar bygg­ing­ar­full­trúi því til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

Ef um­sókn er ekki í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag er um­sókn hafn­að eða mál­ið sent áfram á skipu­lags­full­trúa.

Þeg­ar yf­ir­ferð um­sókn­ar og fylgi­gagna er lok­ið án at­huga­semda er mál­ið af­greitt á af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

Eft­ir af­greiðslufund er um­sækj­andi upp­lýst­ur um nið­ur­stöð­una form­lega með birt­ingu af­greiðslu­bréfs.

Sam­þykkt bygg­ingaráform jafn­gild­ir ekki bygg­ing­ar­heim­ild / bygg­ing­ar­leyfi held­ur gef­ur að­eins til kynna að bygg­ingaráformin séu í sam­ræmi við ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar og skipu­lags­skil­mála og senda megi inn frek­ari gögn, s.s. sérupp­drætti og skrán­ing­ar fag­að­ila, til að fá bygg­ing­ar­heim­ild / bygg­ing­ar­leyfi út­gef­ið. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir áður en bygg­ing­ar­heim­ild / bygg­ing­ar­leyfi hef­ur ver­ið gef­ið út.


Bygg­ing­ar­leyfi / bygg­ing­ar­heim­ild

For­send­ur fyr­ir út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is eða bygg­ing­ar­heim­ild­ar eru:

  • Skil á full­nægj­andi teikn­ing­um, þ.e. að­al­upp­drátt­um af fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd
  • Skil á skrán­ing­ar­t­öflu mann­virk­is­ins
  • Skil á upp­lýs­ing­um um bygg­ing­ar­stjóra ásamt stað­fest­ingu starfs­ábyrgð­ar­trygg­ing­ar.
  • Skil á upp­lýs­ing­um um iðn­meist­ara
  • Bygg­ing­ar­leyf­is­gjöld hafa ver­ið greidd

Skil sérupp­drátta vegna bygg­ing­ar­leyf­is: Sérupp­drátt­um af burð­ar­virki, pípu­lögn­um og raf­lögn­um skal skil­að til bygg­ing­ar­full­trúa áður en við­kom­andi verk­þátt­ur hefst.

Skil sérupp­drátta vegna bygg­ing­ar­heim­ild­ar: Sérupp­drátt­um af burð­ar­virki, pípu­lögn­um og raf­lögn­um skal skil­að til bygg­ing­ar­full­trúa áður en ósk­að er eft­ir loka­út­tekt.