Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­kvæmt lög­um nr. 26/1994 um fjöleign­ar­hús er eig­end­um fjöleign­ar­húsa skylt að láta gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hús­ið, enda liggi ekki fyr­ir þing­lýst­ur full­nægj­andi og glögg­ur skipta­samn­ing­ur.

Frá 1. janú­ar 2001 varð þing­lýs­ing eigna­yf­ir­færslu fyr­ir eign­ar­hluta í fjöleign­ar­húsi bund­in því skil­yrði að þing­lýst eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing liggi fyr­ir og að eigna­yf­ir­færsl­an sé í sam­ræmi við hana.


Hvað er eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing?

Eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing er lög­boð­inn skrif­leg­ur gjörn­ing­ur eig­enda fjöleign­ar­húss sem gerð­ur er á grund­velli fyr­ir­mæla fjöleign­ar­húsa­laga og geym­ir lýs­ingu á hús­inu og lóð þess og mæl­ir fyr­ir um skipt­ingu þess í sér­eign­ir, sam­eign allra og sam­eign sumra og ákvarð­ar hlut­deild hvers eig­anda í sam­eign og mark­ar með því grund­völl að rétt­ind­um og skyld­um eig­enda inn­byrð­is og gagn­vart ein­stök­um hlut­um húss og lóð­ar. Eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing er m.ö.o. skjal sem kveð­ur á um skipt­ingu fjöleign­ar­húss í eign­ar­hluta. Hverj­um sér­eign­ar­hluta er lýst og til­greint hvað hon­um fylg­ir sér­stak­lega. Þá kem­ur fram hvaða hlut­ar húss séu í sam­eign og hvort sú sam­eign til­heyri öll­um eig­end­um eða ein­ung­is sum­um og þá hverj­um. Þá er kveð­ið á um at­riði eins og hlut­fallstöl­ur, kvað­ir, rétt­indi til bíl­skúra, bíla­stæða og bygg­ing­ar. Eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing er því að­al­heim­ild­in um skipt­ingu fjöleign­ar­húss í sér­eign og sam­eign og get­ur kom­ið í veg fyr­ir marg­vís­leg­an ágrein­ing milli eig­enda.

Eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu er þing­lýst og á grund­velli henn­ar ganga eign­ar­hlut­ar kaup­um og söl­um, eru veð­sett­ir, kvaða­bundn­ir, á þá lögð op­in­ber gjöld, til­tekn­um kostn­aði í hús­inu skipt nið­ur, vægi at­kvæða met­ið á hús­fund­um í viss­um til­vik­um o.fl.


Hvað er fjöleign­ar­hús?

Fjöleign­ar­hús eru þau hús sem skipt­ast í sér­eign­ir í eigu fleiri en eins að­ila og í sam­eign sem get­ur bæði ver­ið allra og sumra.


Hvæ­nær er ekki þörf á sér­stakri eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu?

Það er ekki þörf á að gera sér­staka eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu þeg­ar skipt­ing húss og rétt­ar­staða eig­enda ligg­ur ljós fyr­ir og eng­in nauð­syn, hvorki hvað eig­end­ur né hús­ið snert­ir, kall­ar á að slík yf­ir­lýs­ing sé gerð. Í þessu til­viki er ein­göngu átt við ein­fald­ari gerð­ir fjöleign­ar­húsa þar sem skipt­ing húsa og lóða og sam­eign­in og hlut­deild í henni ligg­ur ljós fyr­ir, svo sem par­hús, rað­hús og önn­ur sam­byggð og sam­tengd hús.


Hvers vegna er mik­il­vægt að hlut­fallstöl­ur séu rétt­ar?

Eign­ar­hluti í sam­eign er reikn­að­ur út eft­ir hlut­fallstölu. Hlut­fallstal­an er því mik­il­væg varð­andi rétt­indi og skyld­ur eig­enda. Ástæða þess að mik­il­vægt er að hlut­fallstöl­ur séu rétt­ar er að hlut­fallstal­an seg­ir til um eign­ar­hlut­deild í sam­eign og hef­ur þýð­ingu m.a. við skipt­ingu sam­eig­in­legs kostn­að­ar en meg­in­regl­an er sú að sam­eig­in­leg­ur kostn­að­ur skipt­ist á milli eig­enda eft­ir hlut­fallstöl­um eign­ar­hluta. Þá skipt­ast tekj­ur af sam­eign eft­ir hlut­fallstöl­um.


Er til eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing fyr­ir hús­ið þitt?

Upp­lýs­ing­ar um það fást hjá við­kom­andi sýslu­mann­sembætti. Ef eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing er ekki fyr­ir hendi eða hún er ófull­nægj­andi þarf að halda hús­fund um mál­ið og taka ákvörð­un um að láta gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hús­ið.

Nauð­syn­legt er að hús­fé­lög í þeim fjöleign­ar­hús­um sem enn hafa ekki lát­ið gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu eða þar sem eigna­skipta­samn­ing­ur er ófull­nægj­andi bregð­ist skjótt við og láti sem fyrst gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hús­ið svo koma megi í veg fyr­ir taf­ir og erf­ið­leika í fast­eigna­við­skipt­um.


Hvenær er eldri þing­lýst­ur skipta­samn­ing­ur full­nægj­andi?

Sam­kvæmt lög­um nr. 26/1994 um fjöleign­ar­hús skal gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu um öll fjöleign­ar­hús, enda liggi ekki fyr­ir þing­lýst­ur full­nægj­andi og glögg­ur skipta­samn­ing­ur. Í mörg­um hús­um er til þing­lýst­ur skipta­samn­ing­ur sem gerð­ur var fyr­ir árið 1995 en þá tóku gildi nú­gild­andi lög um fjöleign­ar­hús. Eig­end­ur slíkra húsa þurfa ekki að gera nýja eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu ef fyr­ir hendi er þing­lýst­ur skipta­gern­ing­ur sem til­grein­ir a.m.k. sér­eign­ir og hlut­fallstöl­ur þeirra í sam­eign og ekki fer aug­ljós­lega í bága við ófrá­víkj­an­leg ákvæði fjöleign­ar­húsa­lag­anna og eig­end­ur vilja áfram hafa til grund­vall­ar í skipt­um sín­um. Hins veg­ar get­ur eig­andi sem tel­ur eldri skipta­gern­ing rang­an eða ófull­nægj­andi kraf­ist þess að gerð verði ný eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing í sam­ræmi við nú­gild­andi regl­ur.

Ef eldri þing­lýst­ur skipta­samn­ing­ur er til er eig­end­um bent á að fara yfir hann og kanna hvort hann sé í sam­ræmi við nú­ver­andi eigna­skip­an í hús­inu.


Hverj­ir gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing­ar?

Þeir ein­ir mega gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing­ar sem lok­ið hafa prófi í gerð eigna­skipta­yf­ir­lýs­inga og feng­ið til þess sér­stakt leyfi fé­lags­mála­ráðu­neyt­is. Eft­ir að eigna­skipta­yf­ir­lýs­ing hef­ur verð gerð þurfa eig­end­ur að und­ir­rita hana, bygg­ing­ar­full­trúi þarf að stað­festa hana og að lok­um er henni þing­lýst.

Kostn­að­ur við gerð eigna­skipta­yf­ir­lýs­inga greið­ist eft­ir hlut­fallstöl­um eign­ar­hluta.