Skarhólabraut 3
Einstök og vel staðsett atvinnulóð fyrir verslun og þjónustu
Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar 6.635 m2 atvinnulóð við Skarhólabraut 3 fyrir verslun eða þjónustu. Lóðin er á áberandi stað við Vesturlandsveg og býr að góðu aðgengi.
Fer úthlutun fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.
Lóðin er 6.635 m² atvinnuhúsalóð á áberandi stað og er leyfilegt byggingarmagn allt að 1.990,6 m². Á lóðinni er heimilt að reisa húsnæði fyrir verslun eða þjónustu.
Eingöngu lögaðilar geta sótt um lóðina og skulu þeir sýna fram á að þeir hafi fjárhagslega getu til að efna tilboð sitt og til að standa undir kostnaði við byggingu mannvirkis á lóðinni.
Lágmarksverð nemur gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar kr. 69.770.530. Nánari kröfur um hæfi umsækjenda er að finna í úthlutunarskilmálum. Úthlutun fer fram á grundvelli niðurstöðu matsnefndar.
Gögn
Umsókn
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Leiðbeiningar
- Umsækjandi skráir sig inn á þjónustugáttina
- Velur flokkin „Umsóknir“
- Velur undirflokkinn „08 Framkvæmd og skipulag“
- Velur „Umsókn um atvinnulóð við Skarhólabraut 3“