Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um­sókn um leik­skóla­vist

Heim­ilt er að sækja um leik­skóla­vist fyr­ir barn í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar þeg­ar barn­ið hef­ur náð eins árs aldri. Skil­yrði fyr­ir leik­skóla­vist er að barn­ið og for­eldri/for­sjár­að­ili eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

For­eldri/for­sjár­að­ili fær til­kynn­ingu í tölvu­pósti þeg­ar barn hef­ur feng­ið út­hlut­un á leik­skóla­plássi. Til að stað­festa leik­skóla­vist­ina þarf að stað­festa samn­ing­inn á þjón­ustugátt.


Sam­þykkja leik­skóla­samn­ing

Þeg­ar nýr vist­un­ar­samn­ing­ur er gerð­ur fær for­eldri/for­sjár­að­ili til­kynn­ingu í tölvu­pósti frá þjón­ustugátt­inni. Smelltu á tengil­inn í tölvu­póst­in­um til að fara beint á um­sókn­ina í þjón­ustugátt­inni og stað­festa samn­ing­inn.

Einnig er hægt að skrá sig inn á þjón­ustugátt­ina, velja flip­ann „Mál­in mín“, smella á núm­er um­sókn­ar og velja þar „Stað­festa vist­un­ar­samn­ing“.

Und­ir mál­inu birt­ist Vist­un­ar­samn­ing­ur­inn.

Lesa þarf yfir samn­ing­inn, svo er hak­að við „Sam­þykkja samn­ing“ og smellt á hnapp­inn „Senda samn­ing“.

Vin­sam­lega at­hug­ið:

  • Gagn­kvæm­ur upp­sagn­ar­frest­ur á leik­skóla­vist er 1 mán­uð­ur.
  • Upp­sögn og breyt­ing­ar á samn­ingi skulu fara fram á þjón­ustugátt.
  • Samn­ing­ur um leik­skóla­vist fell­ur sjálf­krafa úr gildi þeg­ar barn­ið hætt­ir í leik­skól­an­um eða í síð­asta lagi 15. ág­úst árið sem barn­ið verð­ur 6 ára, hafi hon­um ekki ver­ið sagt upp fyrr.

Systkina­afslátt­ur

Sækja þarf sér­stak­lega um systkina­afslátt á þjón­ustugátt.


Við­bót­arnið­ur­greiðsla leik­skóla­gjalda

Sækja þarf sér­stak­lega um við­bót­arnið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda á þjón­ustugátt.


Breyt­ing­ar á leik­skóla­vist

Breyt­ing á vist­un­ar­tíma, greiðslu­til­hög­un, upp­sögn samn­ings og ósk um að færa barn á ann­an  leik­skóla (milliskóla­ósk).

Þeg­ar for­eldri/for­sjár­að­ili vill óska eft­ir breyt­ingu á vist­un­ar­samn­ingi þarf for­eldri/for­sjár­að­ili að fara inn á „Mál­in mín“ í þjón­ustugátt­inni og velja leik­skólaum­sókn við­kom­andi barns sem á virk­an samn­ing og smella á „Breyta vist­un­ar­samn­ingi“.

For­eldri/for­sjár­að­ili fær val­mögu­leika á að velja hvaða breyt­ing­ar hann vill óska eft­ir.

  • Segja upp samn­ingi: Taka þarf fram hvenær leik­skóla­plássi er sagt upp.
  • Breyta dval­ar­tíma: Velja dag­setn­ingu breyt­ing­ar og breytt­an vist­un­ar­tíma.
  • Breyta greiðslu­til­hög­un: Velja dag­setn­ingu breyt­inga og nýj­ar greiðslu­upp­lýs­ing­ar. (All­ar slík­ar til­kynn­ing­ar eru birt­ar und­ir sér sjón­ar­horni.)

Upp­sögn á leik­skóla­vist

Þeg­ar for­eldri/for­sjár­að­ili vill segja upp leik­skóla­vist þarf að fara í „Mál­in mín“ á þjón­ustugátt­inni, velja leik­skólaum­sókn við­kom­andi barns sem á virk­an samn­ing og smella á „Breyta vist­un­ar­samn­ingi“. Þar er val­ið að „Segja upp samn­ingi“. Taka þarf fram hvenær leik­skóla­plássi er sagt upp.

Vin­sam­lega at­hug­ið:

  • Gagn­kvæm­ur upp­sagn­ar­frest­ur á leik­skóla­vist er 1 mán­uð­ur.
  • Upp­sögn og breyt­ing­ar á samn­ingi skulu fara fram á þjón­ustugátt.
  • Samn­ing­ur um leik­skóla­vist fell­ur sjálf­krafa úr gildi þeg­ar barn­ið hætt­ir í leik­skól­an­um eða í síð­asta lagi 15. ág­úst árið sem barn­ið verð­ur 6 ára, hafi hon­um ekki ver­ið sagt upp fyrr.