Mál númer 202405362
- 20 month-10 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Tillaga um töku tilboðs vegna útboðs á endurskoðun ársreikninga Mosfellsbæjar og stofnunum sveitarfélagsins 2024-2028.
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14 month-10 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1647
Tillaga um töku tilboðs vegna útboðs á endurskoðun ársreikninga Mosfellsbæjar og stofnunum sveitarfélagsins 2024-2028.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að gengið verði til samninga við Enor ehf., lægstbjóðanda í útboði á endurskoðun Mosfellsbæjar og stofnana sveitarfélagsins, til fimm ára með heimild til framlengingar um eitt ár.
- 5 month-5 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Tillaga um að farið verði í útboð á endurskoðun fyrir Mosfellsbæ og stofnanir sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 1627. fundar bæjarráðs samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30 month-4 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1627
Tillaga um að farið verði í útboð á endurskoðun fyrir Mosfellsbæ og stofnanir sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa útboð á endurskoðun Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.