Mál númer 201512102
- 14 month-5 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Fyrsti fundur í notendaráði
Afgreiðsla 1. fundar Notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30 month-4 2017
Notendaráð fatlaðs fólk #1
Fyrsti fundur í notendaráði
Þeir sem skipa notendaráð byrjuðu fundinn á að kynna sig.
Formaður Notendendaráðs var kosinn Theodór KristjánssonÁkveðið var að nota þriðjudaga kl. 16:15.
Rætt var um vöntun á þjónustu heimahjúkrunar um kvöld og helgar sem kemur frá Reykjavík.
Ýmis mál velt upp sem tekin verði til nánari skoðanir síðar.
- 17 month-7 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Tilnefning fulltrúa fjölskyldunefndar í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Afgreiðsla 1267. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 676. fundi bæjarstjórnar.
- 14 month-6 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1267
Tilnefning fulltrúa fjölskyldunefndar í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Theódór Kristjánsson, formaður fjölskyldunefndar, verði fulltrúi í notendaráði á þjónustusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
- 27 month-3 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Tilnefning fulltrúa í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15 month-3 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #242
Tilnefning fulltrúa í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Í samræmi við ákvæði 3.gr. samþykktar um notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks leggur fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar leggur til við bæjarstjórn skipa Kolbrún G. Þorsteinsdóttur sem fulltrúa fjölskyldunefndar í ráðinu og Þorbjörgu I. Jónsdóttur sem varamann.
- 3 month-1 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Drög 2 að reglum um notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Afgreiðsla 239. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22 month-0 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #239
Drög 2 að reglum um notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Lögð er til breyting á orðalagi 3. gr. um tilnefningu og skipun þess efnis að greinin orðist á eftirfarandi hátt.
Notendaráðið skal skipað fimm manns og jafn mörgum til vara, fjórum frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og einum frá fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar sem jafnframt er formaður ráðsins. Starfsmaður fjölskyldusviðs er starfsmaður ráðsins og ritar hann jafnframt fundargerðir þess.
Óskað skal eftir tilnefningum frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, tveimur fulltrúum frá hvorum samtökum og tveimur til vara.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skipar í ráðið að fengnum tilnefningum. Skipunartími er tvö ár í senn. Að því tímabili loknu skal á ný óskað tilnefninga frá ofangreindum samtökum. Seta í notendaráði er ólaunuð.Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að samþykkt fyrir notendaráð í málefnum fatlaðs fólks með fyrrgreindum breytingum á 3. gr.
- 16 month-11 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Drög að reglum um notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi
Afgreiðsla 238. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11 month-11 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #238
Drög að reglum um notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi
Drög að reglum um notendaráð í málefnum fatlaðs fólks rædd. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs er falið að gera breytingar á drögum um notendaráð í samræmi við umfjöllun fundarins sem lagðar verði fyrir nefndina aftur.