Mál númer 201508944
- 3 month-1 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14. janúar 2016 þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku breytingarinnar. Lagður fram uppdráttur sem endurskoðaður hefur verið m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26 month-0 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14. janúar 2016 þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku breytingarinnar. Lagður fram uppdráttur sem endurskoðaður hefur verið m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar.
Lagt fram til kynningar.
- 18 month-10 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 18.9.2015 með athugasemdafresti til 30.10.2015. Ein athugasemd barst, frá íbúum Þrastarhöfða 53 og 55. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um hæðarsetningu golfskálans og drög að svörum við athugasemd.
Afgreiðsla 400. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10 month-10 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #400
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 18.9.2015 með athugasemdafresti til 30.10.2015. Ein athugasemd barst, frá íbúum Þrastarhöfða 53 og 55. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um hæðarsetningu golfskálans og drög að svörum við athugasemd.
Nefndin samþykkir auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi, með þeirri leiðréttingu að gólfkóti golfskála verði 30,5 m, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuna. Jafnframt samþykkir nefndin framlögð drög að svörum við athugasemd.
- 9 month-8 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem var til umfjöllunar á 394. fundi lögð fram að nýju, nú með þeirri viðbót að skipulagssvæði golfvallarins verði stækkað þannig að áformuð bílastæði golfvallarins verði innan þess.
Afgreiðsla 395. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1 month-8 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #395
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem var til umfjöllunar á 394. fundi lögð fram að nýju, nú með þeirri viðbót að skipulagssvæði golfvallarins verði stækkað þannig að áformuð bílastæði golfvallarins verði innan þess.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 26 month-7 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi golfvallar þannig að lóð og byggingarreitur golfskála færist til vesturs, sbr. meðfylgjandi skipulagstillögu og skýringarmyndir.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 18 month-7 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi golfvallar þannig að lóð og byggingarreitur golfskála færist til vesturs, sbr. meðfylgjandi skipulagstillögu og skýringarmyndir.
Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.