Mál númer 2014081868
- 19 month-5 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Svarbréf ráðuneytis vegna beiðni Mosfellsbæjar um niðurfellingu lögbýlisréttar á jörðum sem eru í eigu bæjarins lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1216. fundar bæjarráðs samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11 month-5 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1216
Svarbréf ráðuneytis vegna beiðni Mosfellsbæjar um niðurfellingu lögbýlisréttar á jörðum sem eru í eigu bæjarins lagt fram til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins frekari skoðun málsins.
- 25 month-1 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Lagt fram minnisblað lögmanns um afnám lögbýlisréttar
Afgreiðsla 1200. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Sigrún H. Pálsdóttir situr hjá.
- 19 month-1 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1200
Lagt fram minnisblað lögmanns um afnám lögbýlisréttar
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að kanna afstöðu rétthafa á lögbýlum í eða við þéttbýli sem eru í eigu Mosfellsbæjar til þess að lögbýlisrétturinn verði felldur niður.
- 10 month-8 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Lagt fram yfirlit yfir skráð lögbýli í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1177. fundar bæjarráðs samþykkt á 634. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28 month-7 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1177
Lagt fram yfirlit yfir skráð lögbýli í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að undirbúið verði og þá eftir atvikum óskað eftir því við ráðuneytið að lögbýli í eigu sveitarfélagsins verði felld niður.
Jafnframt verði hugað að stöðu annarra lögbýla sem eru við eða tengd þéttbýli í Mosfellsbæ.