jumpToMain
mos.is - home

8 month-3 2025 kl. 16:37,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Erla Edvardsdóttir (EE) varaformaður
  • Helga Möller (HM) aðalmaður
  • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
  • Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
  • Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (ÞSS) varamaður
  • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
  • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn­ir um styrki vegna list­við­burða og menn­ing­ar­mála 2025202502244

    Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar teknar til umfjöllunar.

    Lagð­ar eru fram um­sókn­ir um styrki úr lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar. Nefnd­inni bár­ust 15 um­sókn­ir. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd legg­ur til að út­hlutað verði sam­tals 4.300.000 kr. með eft­ir­far­andi hætti:

    Barnadjass í Mosó 2025 1.000.000 kr.
    Lúðrasveit Mosfellsbæjar 435.000 kr.
    Kvennakórinn Stöllur vegna starfsemi kórsins 400.000 kr.
    Strengjakvartettinn Spúttnik 390.000 kr.
    Stormsveitin 350.000 kr.
    Álafosskórinn 250.000 kr.
    Mosfellskórinn 300.000 kr.
    Heklurnar kvennakór 250.000 kr.
    Varmárkórinn 250.000 kr.
    Kvennakórinn Stöllur vegna Kona um konu frá konu til konu 220.000 kr.
    Bylgjur í báðar áttir 200.000 kr.
    Leikhópurinn Lotta 165.000 kr.
    Diddú og drengirnir 90.000 kr.

    Menningar- og lýðræðisnefnd leggur einnig til að 1.000.000 kr. verði varið til listaverkakaupa á árinu, í samræmi við verklags­regl­ur inn­kaupanefnd­ar lista­verka í Mos­fells­bæ.

  • 2. Um­hverf­is- og lofts­lags­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ202301124

    Kynning á nýrri umhverfis- og loftlagsstefnu Mosfellsbæjar. Heiða Ágústsdóttir garðyrkjustjóri kynnir fyrstu drög stefnunnar.

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þakk­ar Heiðu Ág­úst­dótt­ur garð­yrkju­stjóra fyr­ir góða kynn­ingu.

    Gestir
    • Heiða Ágústdóttir
  • 3. Bæj­arlista­mað­ur 2025202504096

    Lagt er til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2025.

    Sam­þykkt að aug­lýst verði eft­ir til­lög­um um út­nefn­ingu bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2025.

    • 4. Krakka Mosó 2025202410207

      Lögð fram tillaga um framkvæmd Krakka Mosó 2025.

      Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir meg­in­at­riði fram­kvæmd­ar á Krakka Mosó 2025 og stað­fest­ir helstu tíma­setn­ing­ar við fram­kvæmd verk­efn­is­ins til sam­ræm­is við grein­ar­gerð.

        Kl. 18:27 tek­ur Arn­ar Jóns­son sæti á fund­in­um.
      • 5. Upp­bygg­ing á Blikastaðalandi2025011270

        Staða vinnu rýnihóps menningar, íþrótta, lýðheilsu og tómstunda vegna Blikastaðalands kynnt.

        Sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs fór yfir mál­ið og kynnti.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:29