9 month-3 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) 3. varabæjarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024202503027
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
Þá fóru Davíð Búi Halldórsson og Arnór Orri Jóhannsson, endurskoðendur frá ENOR, yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2024.
***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2024 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl 2025.Gestir
- Arnór Orri Jóhannsson, endurskoðandi
- Davíð Búi Halldórsson, endurskoðandi ENOR
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1664202503041F
Fundarhlé hófst kl. 17:06. Fundur hófst aftur kl. 17:11.Fundargerð 1664. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 870. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - erindi SSH 202503700
Erindi frá SSH varðandi stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu lagt fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 202503027
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Uppbygging íbúðarhluta Blikastaðalands. 202502511
Erindi Byggingafélagsins Bakka vegna uppbyggingarsamnings um Blikastaðaland lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Ársskýrsla vegna urðunarstaðar í Álfsnesi 2024 202503153
Skýrsla frá Sorpu bs.um úrgangsstjórnun urðunarstaðar í Álfsnesi árið 2024 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2.5. Aðalfundur Sorpu bs. 202503619
Boð á aðalfund Sorpu bs. sem boðaður hefur verið miðvikudaginn 9. apríl kl. 16:00 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
3. Fundargerð 602. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202504018
Fundargerð 602. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 602. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 870. fundi bæjarstjórnar.
4. Fundargerð 32. fundar heilbrigðisnefndar202504062
Fundargerð 32. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 32. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 879. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.