Æfingar á fjallahjólum úti á tímabilinu 15. apríl til 15. október (háð veðri). Æfingar verða tvisvar í viku fyrir aldurinn 12-17 ára. Tveir þjálfarar verða á hverri æfingu og verður hópnum skipt upp til að mæta þörfum þeirra sem eru nýjir í fjallahjólasportinu og þeirra sem eru lengra komnir.
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar.
Markmiðið með Sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana.
Í ár mun safnið taka þátt í sameiginlegu sumarlestursátaki almenningsbókasafna. Um er að ræða stórt veggspjald líkt og í fyrra en hægt verður að safna límmiðum á spjaldið með því að takast á við lestraráskoranir. Ekki nóg með að spjaldið sé skemmtileg skreyting þá má einnig nota það sem borðspil og munu límmiðarnir bæta við spilið sem verður þá enn skemmtilegra með hverjum límmiðanum sem barnið safnar. Einnig munum við efna til vikulegs happdrættis yfir sumarmánuðina og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með Facebook-síðu safnsins þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn.
Hefur þú gaman af allskonar týpum? Flest okkar hafa sett upp grettu, fýlu eða gleðibros fyrir myndavélina, en hvernig teiknum við þessi ólíku svipbrigði? Í myndasögusmiðjunni skapa þátttakakendur sínar eigin myndasögupersónur frá grunni og læra að breyta hversdaglegum hlutum í stórskemmtilegar persónur.
Smiðjan verður haldin dagana 11.- 13. júní frá kl. 9:30-12:00 og er stýrt af Vilborgu Bjarkadóttur myndlistarkennari.
Smiðjan er ókeypis og er allt efni innifalið. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og skráning því nauðsynleg. Skráning fer fram í gegnum sumarfrístundarvef Völu.
Námskeiðin eru frá kl. 9-12 eða kl. 13-16 yfir vikuna.
Á námskeiðinu verður dansað, leikið, sungið og margt annað skemmtilegt. Dansarar skulu koma með æfingafatnað sem og útifatnað eftir veðri. Mikilvægt er að mæta með hollt og gott nesti. Á síðasta degi námskeiða fá dansarar kökur og góðgæti.
Leikfélag Mosfellssveitar býður upp á leiklistarnámskeið í sumar fyrir 6 – 16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Kennari sumarsins er Aron Martin Ásgerðarson.
1. – 5. júlí: Námskeið A – Ævintýraskógurinn
Kennt er mán. – fös. kl. 9:30 – 11:30.
Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 5. júlí kl. 10:45.
8. – 12. júlí: Námskeið B – Ævintýraborgin
Kennt er mán. – fös. kl. 9:30 – 11:30.
Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 12. júlí kl. 10:45.
18. – 28. júní: Námskeið A – Benedikt búálfur
Kennt er á virkum dögum kl. 9:30-11:30.
Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 28. júní kl. 10:45.
18. – 28. júní: Námskeið B – Benedikt búálfur
Kennt er á virkum dögum kl. 11:45-13:45.
Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 7. júlí kl. 13:00.
18. – 28. júní: Námskeið C – Benedikt búálfur
Kennt er á virkum dögum kl. 14:15-16:15.
Námskeiðinu lýkur með sýningu fimmtudaginn 22. júní kl. 15:30.
1. – 12. júlí: Námskeið D – Leitin að Nemó
Kennt er á virkum dögum kl. 11:45-13:45.
Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 12. júlí kl. 13:00.
Sumarnámskeið Lágafellssóknar fyrir 6 – 9 ára
(1. – 4. bekkur, fædd á árinu 2014 – 2018)
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í bæði júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik, ævintýrum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Sérstakur gestur á námskeiðunum verður töframaðurinn Einar Aron sem sýnir og kennir krökkunum töfrabrögð. Hann tengir það svo snilldarlega við boðskap kristinnar trúar. Einnig fá allir krakkar blöðrudýr með sér heim. Töfrandi skemmtilegt!
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9 – 16, húsið opnar kl. 8:45. Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.
Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Boga æskulýðsfulltrúa (bogi@lagafellskirkja.is) til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.
Vika 1: 10. – 14. júní (Tilboðsverð f. 10. apríl: 12.000 kr. Fullt verð: 15.000 kr.)
Vika 2: 18. – 21. júní – 4 daga námskeið (Tilboðsverð f. 10. apríl: 10.000 kr. Fullt verð: 12.000 kr.)
Vika 3: 24. júní – 28. júní (Tilboðsverð f. 10. apríl: 12.000 kr. Fullt verð: 15.000 kr.)
Vika 4: 12. – 16. ágúst (Tilboðsverð f. 10. apríl: 12.000 kr. Fullt verð: 15.000 kr.)
Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, útiveru, ferðalög í nærumhverfi eða ævintýraferðir með strætó. Dæmi um dagskrá: Perlur, söngur, rugldagur, leikir í hrauninu, krítar og sápukúlur! Einnig mætir töframaðurinn Einar Aron, heldur sýningu og kennir þeim brögð. Á lokadegi námskeiðsins verður mikið húllumhæ: hoppukastalar, grillaðar pylsur, leikir og andlitsmálun.
Leikjahopp námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið er í ýmsa leiki eins og skotbolta, fótbolta, koddaslag og klifurkeppni. Lögð er áhersla á hópefli, gleði og skemmtun.
Námskeiðið er fyrir börn 6-12 ára (fædd 2012-2018). Þeim er skipt í tvo hópa: 6-9 ára og 10-12 ára.
Mikilvægt að börnin komi með nesti og í léttum og þægilegum fatnaði.
Börnin fá Skopp sokka, Skopp bol, Skopp vatnsbrúsa og Skopp ennisband.
Leiðbeinendur eru starfsfólk Skopp sem öll hafa reynslu af námskeiðshaldi og því að vinna með börnum.
10. – 14. júní
18. – 21. júní (4 dagar)
24. – 28. júní
1. – 5. júlí
8. – 12. júlí
15. – 19. júlí
6. – 9. ágúst (4 dagar)
Hægt er að velja tíma fyrir hádegi, kl. 9:00 – 12:00, eða eftir hádegi, kl. 13:00 – 16:00.
Börnin fá ískalt krap að námskeiði loknu.
Námskeiðin fara fram í Skopp, Dalvegi 10-14, Kópavogi.