Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. mars 2024 kl. 16:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Engja­veg­ur 8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401103

    Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsalóð að Engjavegi 8 í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér aukna viðbyggingarheimild úr 50 m² í 120 m² þar sem ný íverurýma tengjast núverandi íbúð og fasteign, í samræmi við gögn unnin af Arinbirni Vilhjálmssyni, arkitekt, dags. desember 2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda lóða og landa að Engjavegi 6, 8, Dælustöðvarvegi 6 og Reykjalundi L125400. Athugasemdafrestur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

    • 2. Engja­veg­ur 21 Kross­hóll - deili­skipu­lags­breyt­ing202401288

      Skipulagsnefnd samþykkti á 604. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsalóð að Engjavegi 8 í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér að heimila nýtt 46 m² auka eða gestahús innan lóðar. Heildarfjöldi fermetra lóðar verður enn mest 350 m², í samræmi við gögn unnin af Kristni Ragnarssyni, arkitekt, dags. 12.01.2024. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda lóða og landa að Engjavegi 19, 22, 24 og 26. Athugasemdafrestur var frá 31.01.2024 til og með 29.02.2024. Engar athugasemdir bárust.

      Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15