Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. febrúar 2024 kl. 15:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202401588

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Árna Friðrikssyni, f.h. Egils Þóris Einarssonar, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 4. Um er að ræða 129,9 m² einnar hæðar timburhús, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 513. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og Miðdalslandi L221372 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.

    • 2. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202401629

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jakobi Emil Líndal, f.h. Arnarbakka ehf, fyrir íbúðarhús að Hlíðartúni 2A-2B. Um er að ræða steinsteypt einnar hæðar parhús, Hlíðartún 2A, 122,0 m² og Hlíðartún 2B, 131,9 m², í samræmi við gögn. Um er að ræða breytt áform frá grenndarkynningu sömu lóðar, dags. 19.01.2023. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 513. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.

      Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um húsa að Hlíðartúni 2, 2A-B, Aðaltúni 6, 8, 10, 12, 14, 16 og Lækjartúni 1 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

      • 3. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202309358

        Lögð er fram til afgreiðslu grenndarkynning vegna byggingarleyfisumsóknar að Markholti 13. Um var að ræða byggingaráform fyrir stækkun húss og bílskúrs auk garðskúrs á lóðamörkum. Gögn voru grenndarkynnt í samræmi við afgreiðslu á 71. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa. Athugasemdafrestur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023. Ein umsögn barst frá Finni Torfa Guðmundssyni og Arnbjörgu Gunnarsdóttur, Njarðarholti 9, dags. 15.11.2023. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 603. fundi skipulagsnefndar og vísað til úrlausnar og úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa. Hjálögð eru uppfærð gögn og aðaluppdrættir þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum aðliggjandi lóðarhafa og fallið hefur verið frá áformum um frágang á lóðarmörkum og 15 m² garðskúrs. Í samræmi við gögn dags. 14.02.2024 er stækkun húss og bílskúrs 63,2 m².

        Þar sem brugð­ist hef­ur ver­ið við at­huga­semd­um kynntra áforma og gögn upp­færð, með vís­an í af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að afgreiða erindi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og hjálögðum gögnum.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00