Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áskor­un til sveit­ar­fé­laga vegna yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vegna kjara­samn­inga 2024202403245

    Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áskorun til sveitarfélaga í tengslum yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir því yfir að sveit­ar­fé­lag­ið muni greiða fyr­ir gerð kjara­samn­inga til fjög­urra ára sem miða að því að ná nið­ur verð­bólgu og vaxta­stigi. Bæj­ar­ráð tel­ur nauð­syn­legt að all­ir hag­að­il­ar á vinnu­mark­aði leggi sitt af mörk­um til að greiða fyr­ir gerð slíkra kjara­samn­inga. Ljóst er að lækk­un verð­bólgu og vaxta­stigs mun fela í sér mikl­ar kjara­bæt­ur fyr­ir alla íbúa.

    Þann 10. janú­ar 2024 sam­þykkti bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu: „Eitt brýn­asta hags­muna­mál ís­lensks sam­fé­lags er að kom­ið verði bönd­um á verð­bólg­una. Ljóst er að með sam­vinnu allra að­ila á vinnu­mark­aði mun best­ur ár­ang­ur nást í þeirri bar­áttu. Eins og fram kom í um­ræð­um um fjár­hags­áætlun árs­ins 2024 mun Mos­fells­bær ekki láta sitt eft­ir liggja í þeirri bar­áttu. Mik­il­vægt er að halda því til haga að Mos­fells­bær er með lægstu leik­skóla­gjöld og ódýr­ustu skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hvet­ur alla hag­að­ila til að taka þátt í þjóð­arsátt. Enn frem­ur vill bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar nú taka af all­an vafa um að ef næst þjóð­arsátt milli að­ila vinnu­mark­að­ar­ins, bæði á einka- og op­in­ber­um mark­aði, rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem fel­ur í sér til­lögu um lækk­un gjald­skráa sveit­ar­fé­laga þá mun Mos­fells­bær ekki skorast und­an þátt­töku í þeim að­gerð­um.“

    Í samræmi við bókun bæjarstjórnar frá 10. janúar síðastliðnum er Mosfellsbær því tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að ná þeim markmiðum sem koma fram í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga.

  • 2. Upp­lýs­ing­ar varð­andi inn­heimtu bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalda202401380

    Tillaga að svari til innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar um innviðagjöld lagt fram.

    Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að hlutast til um að er­ind­inu verði svarað í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 3. Fram­kvæmd­ir við íþrótta­hús Helga­fells­skóla - til­laga B, C og S lista202403259

      Tillaga B, C og S lista um að skoðað verði hvort unnt sé að flýta framkvæmdum við íþróttahús Helgafellsskóla.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að leggja mat á hvort flýta megi fram­kvæmd­um við íþrótta­hús Helga­fells­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      • 4. Ramma­samn­ing­ur um tíma­vinnu iðn­að­ar­manna202403023

        Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma útboð á rammasamningi vegna tímavinnu iðnaðarmanna.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð á ramma­samn­ingi um tíma­vinnu iðn­að­ar­manna í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
        • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 5. Dagdvöl að Eir­hömr­um - til­laga að breyt­ing­um202403172

          Lagt er til að dagdvöl að Eirhömrum verði styrkt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að styrkja dagdvöl á Eir­hömr­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          • 6. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2024202402393

            Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts árið 2024 á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita styrki skv. regl­um til greiðslu fast­eigna­skatts til þriggja fé­laga og fé­laga­sam­taka í sam­ræmi við gild­andi regl­ur og til­lögu tóm­stunda­full­trúa. Þau fé­lög sem hljóta styrk á ár­inu 2024 eru Flug­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.693.850.

          • 7. Gæði og við­hald mann­virkja - eigna­sjóð­ur202402526

            Kynning á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.

            Frestað til næsta fund­ar vegna tíma­skorts.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:48