Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

    Hanna Dís Whitehead stýr­ir skemmti­legri lista­smiðju fyr­ir börn í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í tengsl­um við sýn­ingu henn­ar, Eig­in­leik­ar, í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

    Unn­ið verð­ur með lit­rík­an papp­írsvefn­að þar sem mynstr­um, lit­um og form­um er blandað sam­an.

    Smiðj­an fer fram laug­ar­dag­inn 11. maí kl. 13:00 – 15:00. Að­gang­ur er ókeyp­is og öll börn vel­komin!


    Um sýn­ing­una Eig­in­leik­ar:

    Á sýn­ing­unni er leik­ið með ólíka eig­in­leika efni­viða, forma og hluta.

    Þeg­ar við búum okk­ur heim­ili mót­um við veggi, gólf og loft í rým­inu í lands­lagi sem okk­ur lík­ar. Við fyll­um það af lit­um, áferð­um, form­um og minn­ing­um. Hús­næð­ið þarf auk þess að hafa nokk­uð nota­gildi, til að mynda þarf að vera hægt að setjast þar nið­ur, elda mat og sofa. Við þurf­um líka rými fyr­ir hug­ann og flest kjós­um við að heim­il­ið sé stað­ur fyr­ir hjartað og sál­ina. Heim­ili okk­ar get­ur ver­ið ná­kvæm­lega eins og okk­ur dett­ur í hug.
    Hlut­ir inn­an heim­il­is­ins hafa ákveðna eig­in­leika. Séu þeir fjölda­fram­leidd­ir eru eig­in­leik­ar þeirra bún­ir tak­mörk­un­um véla. Séu þeir hand­gerð­ir eru þeir háð­ir því valdi sem hend­ur og hug­ur hafa yfir efn­inu sem þeir eru bún­ir til úr.

    Á sýn­ing­unni mæt­ast ólík­ir eig­in­leik­ar. Hand­verk og sta­fræn tækni, list og hönn­un, leir og strá, við­ur og ull.

    Hug­mynda­vinna Hönnu Dís­ar hefst oft á því að skoð­að­ar eru bæk­ur og því rök­rétt að sýna í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar sem stað­sett­ur er inn af bóka­safn­inu. Bæk­urn­ar sem hún skoð­ar eru oft­ar en ekki, alls ekk­ert tengd­ar þeim verk­efn­um sem hún hef­ur sett sér fyr­ir hend­ur. Það er betra að skoða eitt­hvað allt ann­að til að hreyfa við hug­mynd­un­um, máta þær við ólíka hluti og færa þær þann­ig um set.

    Í verkin not­ast Hanna Dís með­al ann­ars við end­urunn­in, sjálf­bær­an eða ís­lensk­an við í sam­tali við leir, tex­tíl og strá.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00